Mögnuð frá Milljónaskákmótinu

Í dag hófst Milljónaskákmótið í Las Vegas. Íslendingar eiga þar sína fulltrúa líkt og greint hefur verið frá áður á síðunni.

Þegar þetta er ritað eru nýjustu fregnir á þá leið að Hermann Aðalsteinsson, sem teflir í u/1600 stiga flokki, sigraði í fyrri skák dagsins og Dagur Arngrímsson einnig.

Skák dagsins er frá stórmeistaranum frá Filipseyjum, Wesley So 2755. Sá hefur nýlega gerst Bandarískur ríkisborgari og hyggur á landvinninga með landsliði þeirra. Heyrst hefur að Fabiano Caruana, sem hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, hyggi jafnvel á að slást í hóp með So og Nakamura og gera þannig atlögu að helstu titlum landsliða í framtíðinni.

Skákin er stórfín – gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir