Minningarhátíð um Jonathan Motzfeldt í Nuuk 15.-19. maí: Örfá sæti laus á frábæru verði

Ráðhússkák 144Skákfélagið Hrókurinn efnir til skákhátíðar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, dagana 15. til 19. maí. Hátíðin er tileinkuð Íslandsvininum Jonathan Motzfeldt (1938-2010), fyrsta forsætisráðherra Grænlands, sem einmitt tók þátt í fyrsta alþjóðlega mótinu sem Hrókurinn efndi til á Grænlandi, sumarið 2003. Skákáhugamönnum bjóðast kostakjör á flugi með Flugfélagi Íslands og gistingu á hinu frábæra Hotel Hans Egede.

2222 2 023Meðal þess sem er á dagskrá hátíðarinnar í Nuuk eru atskákmót og hraðskákmót, auk þess sem liðsmenn Hróksins bjóða upp á fjöltefli, heimsækja athvörf, grunnskóla og sjúkrahús. Með í för verða efnileg íslensk skákbörn, skákmeistarar og kempur af eldri kynslóðinni.

DSC_0216Auk skákviðburða mun gestum hátíðarinnar gefast kostur á að kynnast undraheimi Grænlands, okkar næstu nágranna. Örfáir miðar eru enn lausir, og hafa Flugfélag Íslands og Hotel Hans Egede sett saman pakka sem inniheldur flug, öll gjöld og skatta og gistingu í fjórar nætur:

hans egedeKr. 119.995 pr. mann í tveggja manna herbergi og kr.  126.925 í eins manns herbergi. Óhætt er að segja að um sannkallað kostaboð sé að ræða, og eru áhugasamir hvattir til að bóka sem fyrst hjá hopadeild@flugfelag.is, með tilvísan í Minningarhátíð Jonathans Motzfeldt.

DSC_0166Minningarhátíð Jonathans Motzfeldt er þriðja verkefni Hróksins á Grænlandi á þessu ári, en skáklandnám félagsins hófst 2003. Um þessar mundir eru tveir liðsmenn Hróksins, Róbert Lagerman og Jón Birgir Einarsson staddir í Ittoqqortoormiit, þar sem fram fer mikil skákhátíð nú um páskana, áttunda árið í röð.

Nánari upplýsingar veitir Hrafn Jökulsson í hrafnjokuls@hotmail.com

Facebook athugasemdir