Milljónamótið: Spennan magnast í Vegas – Uppgjör efstu manna í 6. umferð

Wesley So

Westley So er stigahæstur keppenda í opnum flokki. Hann mætir kínverjanum Yu Yangyi í 6. umferð.

Spennan á Milljónamótinu í Vegas nálgast suðupunkt. Þegar tvær umferðir eru eftir eru þrír efstir í opnum flokki; Westley So (2755), Yu Yangyi (2697) frá Kína og heimamaðurinn Daniel Naroditsky (2601).

Íslendingar áttu sæmilegt mót í 5. umferð. Þannig sigraði Guðmundur Kjartansson Sam Schmakel (2305), bróðir hans Ólafur Kjartansson, sem teflir í u/2200 stiga flokki, vann Arhtur Guo (2050) og Hermann Aðalsteinsson, sem teflir í u/1600 stiga flokki sigraði Pedro Casillas(1451).

Dagur Arngrímsson (2376) gerði jafntefli við kúbverska stórmeistarann Isan Reynaldo Ortiz Suarez (2611) en Björn Þorfinnsson tapaði sinni skák gegn Sergei Azarov (2639) frá Búlgaríu.

Dagur Arngrímsson og Guðmundur Kjartansson eru í 34.-59. sæti með 3 vinninga í opnum flokki og Björn Þorfinnsson er 59.74. sæti með 2,5 vinninga.

Ólafur Kjartansson er í 20.-37. sæti með 3 vinninga af 5 og Hermann Aðalsteinsson er í 10.-15. sæti með 3,5 vinninga af 5.

Ólafur Kjartansson mætir Brian D Salomon (2167) í 6. umferð og Hermann Aðalsteinsson mætir

Vegas_rodun_6

 

Mikil barátta er um efstu sætin í opnum flokki, en í 6. umferð mætast keppendurnir sem fyrirfram þóttu sigurstranglegastir, þeir Westley So (2755), sem er Bandarískur ríkisborgari, fæddur á Filipseyjum, og Yu Yangyi (2697) frá Kína.

Þeir félagar koma til með að berjast eins og ljón um efsta sætið í mótinu. Efsta sætið er þó ekki endilega aðalatriðið, því efstur fjórir keppendur úr öllum flokkum, tefla um sigurinn í hverjum flokki, því stendur efsti maður hvers flokks í raun jafnfætist þeim sem er í fjórða sæti.

Úrslitin verða tefld á mánudaginn á svokölluðum Millionare Monday, eða milljóna mánudegi, þar sem tefld verður atskák um sigurinn.

Þeir sem eru vakandi eru hvattir til að fylgjast með!

Facebook athugasemdir