Milljónamótið: Íslandsmeistarinn og Björn unnu í 3. umferð.

Guðmundur KjartanssonÍslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2439) sigraði heimamanninn og Fide-meistarann Robby Adamson (2265) í 3. umferð sem var að ljúka. Björn Þorfinnsson (2389) sigraði heimamanninn Mike Zaloznyy (2051). Dagur Arngrímsson tapaði fyrir bandaríska stórmeistaranum Gregory S Kaidanov (2569)

Guðmundur Kjartansson er í 24.-53. sæti með 2 vinninga. Dagur Arngrímsson og Björn Þorfinnsson eru í 54.79. sæti með 1,5 vinning. Ólafur Kjartansson er í 11.-31. sæti í u/2200 stiga flokki með 2 vinninga og Hermann Aðalsteinsson er í 20.-31. sæti með 1,5 vinning.

Björn Þorfinnsson mætir heimamanninum Matthew J Obrien (1962) í 4. umferð. Dagur Arngrímsson mætir grikkjanum Hristos Zygouris (2200) og Guðmundur Kjartansson mætir víetnamska stórmeistaranum Le Quang Liem (2706).

Ólafur Kjartansson mætir Willi Gross (2161) í 4. umferð.

Hermann Aðalsteinsson, sem teflir í u/1600 stiga flokki, tapaði fyrir Alexandru Muscalu (1509). Hermann mætir Abdullah Abdul-Basir (1505) í 4. umferð.

yu-yangyiFjórir stórmestarar og einn alþjóðlegur meistari eru efstir í opnum flokki með fullt hús. Þar á meðal er kínverjinn YU Yangyi (2697) sem átti sæti í landsliði kínverja sem sigraði á Ólympíumótinu í Tromsö í ágúst; þar vann Yu einnig borðaverðlaun. Íslandsvinurinn og stórmeistarinn Aleksandr Lenderman (2589) er einnig á meðal þeirra sem hafa fullt hús.

4. umferð hefst kl. 01:00.

vegas_staðan

 

Facebook athugasemdir