Milljónamótið: Fjórum umferðum lokið

IMG_4175Björn Þorfinnsson lagði Bandaríkjamanninn Matthew J Obrien (1962) og Dagur Arngrímsson náði hefndum fyrir Björn gegn Grikkjanum Hristos Zygouris (2200) í 4. umferð á Milljónamótinu í Las Vegas. Með sigrinum koma þeir félagar sér í stöðu til að eiga góðan endasprett. Báðir hafa þeir 2,5 vinning.

Guðmundur Kjartansson tapaði gegn víetnamska ofurstórmeistaranum Le Quang Liem (2706) en skák þeirra var ein af 13 sem var í beinni útsendingu. „Gummi as we like to call him“ sagði Lawrence Trent þegar kíkt var á skák þeirra í beinni vefútsendingu mótsins.

Ólafur Kjartansson tapaði sinni annarri skák í röð eftir góða byrjun gegn Willi Gross (2161). Ólafur hefur 2 vinninga af 4.

Hermann Aðalsteinsson, sem teflir í u/1600 stiga flokki rétti hinsvegar vel úr kútnum með sigri gegn Abdullah Abdul-Basir (1505) og er með 2,5 vinning af 4.

yu-yangyi

Knverjinn og Ólympíumeistarinn Yu Yangyi
(2697)er nú einn efstur á mótinu með fullt hús. Nokkrir sterkir skákmenn koma á eftir honum með 3,5 vinning, þar á meðal Wesley So (2755), stigahæsti skákmaður mótsins.u einnig borðaverðlaun. Í dag laugardag fara fram tvær umferðr eins og hina dagana og hefjast skakirnar klukkan 18:00 og 01:00 eftir miðnætti.

Björn og Dagur fá sinn séns í dag en þeir tefla hlið við hlið gegn 2600+ stórmeisturum. Björn mætir Hvít-Rússanum Sergey Azarov (2639) en Dagur fær Ortiz Suarez (2611) frá Kúbu. Guðmundur mætir Sam Schmakel (2305).

Ólafur mætir Arhtur Guo (2050) en Hermann mætir Pedro Casillas (1451) .

Vonum það besta hjá strákunum en góður árangur í dag gæti komið mönnum í góða stöðu til að ná sér í verðlaunasæti þó topp 4 sé orðið ansi langsótt í svo stuttu móti.

 

Facebook athugasemdir