Taggasafn: Viswanathan Anand

London Chess Classic 2014: Aldursforsetinn sigraði – Þriðji sigur Anands á stórmóti á árinu

Ofurmótinu í London – London Chess Classic 2014 lauk í dag, sunnudag, með sigri aldursforsetans og fimmfalda fv. heimsmeistarans Viswanathan Anands! Anand (2793) læddist nánast óséður í mark því hann gerði jafntefli í fyrstu fjórum skákum sínum og vann aðeins síðustu skákina í dag gegn heimamanninum og sterkasta skákmanni Bretlandseyja, Michael Adams (2745). Anand endaði með jafn mörg stig (7 af ...

Lesa grein »

Pútín mætir á lokahófið í Sotsí! – Drekkur te með Magnúsi, Anand og Spassky!

Því hefur nú verið slegið föstu að Vladimir Pútín Rússlandsforseti mun heiðra heimsmeistarann Magnús Carlsen með nærveru sinni á lokahófinu sem fram fer á morgun kl. 18. Magnús sigraði í gær í einvíginu gegn áskorandanum Viswanathan Anand, með því að vinna 11. skákina (af 12) og komst þar með í 6,5 vinninga gegn 4,5 vinningum Anands. Því forskoti verður ekki náð ...

Lesa grein »

Magnús Carlsen er heimsmeistari!

Heimsmeistaraeinvíginu í Sotsí er lokið með sigri Magnúsar Carlsen í 11. skákinni í dag. Magnús komst þannig í 6,5 vinninga gegn 4,5 vinningum Viswanathan Anands og er því útilokað að Anand geti jafnað metin í 12. og lokaumferðinni; hún verður því eðli máls skv. ekki tefld. Anand byrjaði einvígið nokkuð vel, virtist vel undirbúinn og kom Magnúsi á óvart í fyrstu ...

Lesa grein »

Sotsí: Jafntefli í 9. skákinni – Anand verður að taka áhættu á morgun

9. skákin í einvígi Viswanathan Anands og Magnúsar Carslen verður líklega ekki fóður fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar þegar þeir skrifa um skáksöguna. Anand tefldi Berlínarmúrinn líkt og í 7. skákinni og virtist mun betur undirbúinn en Magnús; Þannig notaði Anand aðeins rúmar 15 mínútur í alla skákina á meðan Maggi þurfti heilar 50 mínútur. Maggi leiðir sem fyrr, nú með 5 ...

Lesa grein »

Klúður í Sotsí – Læknir Magnúsar vissi af lyfjaeftirliti

Strax eftir að Viswanathan Anand og Magnús Carlsen höfðu tekist í hendur og samið jafntefli í 8. einvígisskákinni á þriðjudag, mætti læknir á staðinn og tilkynnti þeim að þeir skyldu mæta í lyfjaeftirlit. Óljóst er hvort keppendurnir vissu fyrirfram að þeir skyldu mæta í eftirlitið, en vitað er með vissu að læknir Magnúsar hafði um það vitneskju. Reyndar verður því ...

Lesa grein »

Jafntefli í Sotsí – Þráseta varð að þrætuepli

Viswanathan Anand varðist af mikilli hörku í 7. skákinni í dag og hélt jöfnu. Árangurinn er gríðarlega mikilvægur í ljósi þess að nú á Anand þrjár hvítar skákir eftir en Magnús Carlsen aðeins tvær, en eins og bent var á í síðustu grein þá er Maggi í bullandi vandræðum með svörtu mennina gegn 1.d4.. Þá virðist Anand loksins hafa teflt það ...

Lesa grein »

Ótrúleg heppni Magnúsar í Sotsí

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen stýrði hvítu mönnunum til sigurs gegn vini sínum Viswanathan Anand í 6. skák einvígisins í Sotsí. Sigurinn var langt því frá öruggur enda lék Maggi svo vondum leik í 26. leik að líklega hefði hann átt að kosta tap í umferðinni – Anand hins vegar tók ekki eftir því og hélt áfram sínu plani sem reyndist honum ...

Lesa grein »

Indverska hraðlestin á ráspól í Sotsí

Það hefur vart farið framhjá nokkru mannsbarni að peðin eru farin að rúlla í Ólympíuþorpinu Sotsí í Rússlandi. Þar mætast vinirnir Viswanathan Anand sem er í hlutverki áskorandans og Magnús Carlsen heimsmeistari í skák. Þessir sömu mættust einmitt í Chennai á Indlandi fyrir tæpu ári síðan, en þá voru hlutverkin öfug; Carlsen vann örugglega og nú fær Anand tækifæri til ...

Lesa grein »

Mótunum lokið í Bilbao

Stórmótinu í Bilbao og Evrópukeppni Taflfélaga lauk í gær. Bæði mótin fóru fram á sama tíma og mynduðu magnaða skákhátíð í Bilbao. Segja má að lokaumferðin hafi verið formsatriði þar sem Viswanathan Anand hafði þegar tryggt sér sigur á stórmótinu og sveit SOCAR frá Azerbaijan hafði meira og minna tryggt sér sigur á EM Taflfélaga. Ef til vill var hugurinn ...

Lesa grein »

Viswanathan Anand sigrar á Stórmótinu í Bilbao – Fer yfir 2800 stig með sigri í lokaumferðinni

Viswanathan Anand innsiglaði sigur á Stórmótinu í Bilbao á föstudag. Anand gerði jafntefli við fyrv. Heimsmeistarann Ruslan Ponomariov og er nú með 11 stig, sem tryggir fjögura stiga forskot á Levon Aronian (2801), sem vermir annað sætið með 7 stig. Þrjú sig fást fyrir vinning í mótinu og eitt fyrir jafntefli. Anand svaraði drottningarpeðs byrjun (1. d4) Ruslan með Drottnignarbragði ...

Lesa grein »

Anand á sigurinn vísan í Bilbao

Heimsmeistarinn fyrrverandi, Viswanathan Anand, virðist ætla að mæta í feiknaformi í heimsmeistaraeinvígið við Magnus Carlsen ef marka má frammistöðu hans í Stórmótinu í Bilbao. Ef undan er skilið bragðdauft jafntefli gegn Levon Aronian hefur Anand verið að tefla feykilega skemmtilega og yfirspila andstæðinga sína á strategískan hátt. Í 4. umferðinni mætti Anand aftur heimamanninum Pons Vallejo og aftur var hann ...

Lesa grein »

Indverska hraðlestin stingur af í Bilbao

Fimmfaldi heimsmeistarinn, Viswanathan Anand, lagði Spánverjann Fransisco Vallejo Pons í 2. umferð Ofurmótsins í Bilbao sem fram fór á mándudag. Anand, sem gárungarnir eru farnir að nefna Indversku Hraðlestina, er nú með fullt hús eftir tvær umferðir sem gera 6 stig, enda er notast við stigagjöf sem svipar til þeirrar sem notuð er í knattpyrnu, þ.e. þrjú stig fyrir sigur ...

Lesa grein »

Ofurmótið í Bilbao: Anand númeri of stór fyrir Ruslan – Aronian tókst ekki að vinna Paco

Fyrsta umferð Ofurmeistaramótsins í Bilbao var tefld í dag samhliða EM-taflfélaga. Fjórir meistarar taka þátt í mótinu – Levon Aronian, Viswanathan Anand, Ruslan Ponomariov og Fransisco (Paco) Vallejo Pons. Fyrrum fyrverandi heimsmeistararnir (Lawrence Trent), Viswanathan Anand og Ruslan Ponomariov mættust í hörkuskák í dag. Ruslan svaraði 1.d4 með Kóngindverskri vörn. Anand var hvergi banginn og tefldi mjög hvasst með h3 ...

Lesa grein »