Taggasafn: Millionare Chess

Dagur í beinni í Vegas

Dagur Arngrímsson teflir á „Millionare Monday“ sem fer fram í þessum töluðu orðum í Las Vegas. Dagur teflir í u/2499 stiga flokki og hefur þegar tryggt sér að lágmarki 5.000$. Teflt er skv. útsláttarfyrirkomulagi, en fyrst eru tefldar tvær 25 mínútna skákir. Dugi það ekki til eru tefldar tvær 15 mínútna skákir og svo tvær hraðskákir til þrautarvara. Dagur mætir ...

Lesa grein »

Vel smurðar vélar í Vegas

Dagur Arngrímsson heldur áfram að gera gott mót í Las Vegas. Í gærkveldi tryggði hann sér laust sæti í milljónamánudeginum, en þar verður tekist á um peningaverðlaun sem veitt eru í ýmsum flokkum. Dagur teflir í u/2499 stiga flokki, sem er að vísu eitthvað nær því að vera u/2399 stiga flokkur, því 100 elóstigum er bætt við FIDE-stig allra keppenda ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Dagur Arngrímsson í umspil um sæti á milljónamánudeginum – Fjórir tefla um laust sæti í opnum flokki

Lokaumferðin á milljónamótinu í Vegas var vægast sagt rosaleg. Ungverjinn David Berczes (2471) var með pálmann í höndunum gegn yngsta stórmeistara amrískrar skáksögu, Ray Robson (2628). David, sem er 37. í stigaröð keppenda, hefði með sigri tryggt sér öruggt sæti í fjögura manna úrslitum á morgun. Staða Davids var mjög góð og gat hann nánast gert út um skákina í 39 ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Íslendingar í verðlaunasætum – Spennan í opnum flokki í ruglinu

Það er óhætt að segja að spennan fyrir lokaumferðina í Vegas sé í ruglinu. Enginn þeirra þriggja efstu fyrir 6. umferðina vann sína viðureign og því eru nú sex efstir með fimm vinninga og tíu með 4,5 vinninga sem gæti dugað í topp fjögur sætin. Stigahæsti keppandinn, Wesley So (2755) gerði tíðindalítið jafntefli við Yangyi Yu (2697) í 6. umferð ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Spennan magnast í Vegas – Uppgjör efstu manna í 6. umferð

Spennan á Milljónamótinu í Vegas nálgast suðupunkt. Þegar tvær umferðir eru eftir eru þrír efstir í opnum flokki; Westley So (2755), Yu Yangyi (2697) frá Kína og heimamaðurinn Daniel Naroditsky (2601). Íslendingar áttu sæmilegt mót í 5. umferð. Þannig sigraði Guðmundur Kjartansson Sam Schmakel (2305), bróðir hans Ólafur Kjartansson, sem teflir í u/2200 stiga flokki, vann Arhtur Guo (2050) og Hermann Aðalsteinsson, ...

Lesa grein »

Hermann mátar á Milljónamótinu

Hermann Aðalsteinsson er á meðal íslenskra keppenda á Milljónamótinu sem fram fer í Las Vegas nú um mundir. Eftir fjórar umferðir er Hermann með 2,5 vinninga og stendur ágætlega í mótinu, enda möguleikar á peningaverðlaunum fyrir fjölmörg sæti. Í skák dagsins, sem tefld var í aðfararnótt sunnudags að íslenskum tíma, stýrir Hermann hvítu mönnunum gegn Abdullah Abdul Bashir (1505). Skákin ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Fjórum umferðum lokið

Björn Þorfinnsson lagði Bandaríkjamanninn Matthew J Obrien (1962) og Dagur Arngrímsson náði hefndum fyrir Björn gegn Grikkjanum Hristos Zygouris (2200) í 4. umferð á Milljónamótinu í Las Vegas. Með sigrinum koma þeir félagar sér í stöðu til að eiga góðan endasprett. Báðir hafa þeir 2,5 vinning. Guðmundur Kjartansson tapaði gegn víetnamska ofurstórmeistaranum Le Quang Liem (2706) en skák þeirra var ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Íslandsmeistarinn og Björn unnu í 3. umferð.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2439) sigraði heimamanninn og Fide-meistarann Robby Adamson (2265) í 3. umferð sem var að ljúka. Björn Þorfinnsson (2389) sigraði heimamanninn Mike Zaloznyy (2051). Dagur Arngrímsson tapaði fyrir bandaríska stórmeistaranum Gregory S Kaidanov (2569) Guðmundur Kjartansson er í 24.-53. sæti með 2 vinninga. Dagur Arngrímsson og Björn Þorfinnsson eru í 54.79. sæti með 1,5 vinning. Ólafur Kjartansson er ...

Lesa grein »

Milljón jafntefli Dags Arngrímssonar

Dagur Arngrímsson (2376) stendur best að vígi í opna flokknum á Milljónaskákmótinu í Vegas. Í seinni umferð gærdagsins mætti hann Giorgi Kacheishvili 2597 og gerði gríðarlega mikilvægt jafntefli með svörtu, sérstaklega þegar litið er til þess að aðeins eru tefldar sjö umferðir í mótinu. Í þriðju umferð – sem hefst kl. 19:00 stýrir Dagur hvítu mönnunum gegn bandaríska stórmestaranum Gregory S Kaidanov (2569). ...

Lesa grein »

Mögnuð frá Milljónaskákmótinu

Í dag hófst Milljónaskákmótið í Las Vegas. Íslendingar eiga þar sína fulltrúa líkt og greint hefur verið frá áður á síðunni. Þegar þetta er ritað eru nýjustu fregnir á þá leið að Hermann Aðalsteinsson, sem teflir í u/1600 stiga flokki, sigraði í fyrri skák dagsins og Dagur Arngrímsson einnig. Skák dagsins er frá stórmeistaranum frá Filipseyjum, Wesley So 2755. Sá ...

Lesa grein »