Taggasafn: Kaffihús Caissu

,,Ef þú kemur nálægt borðinu aftur kýli ég þig á helvítis kjaftinn!“

Bandaríski stórmeistarinn og William James Lombardy setti svo sannarlega svip á alþjóðlega skákmótið í Vestmannaeyjum 1985. Lombardy fæddist 1937 og var lærimeistari hins unga Bobby Fischers, sem var sex árum yngri. Árið 1957 vann Lombardy það ótrúlega afrek að sigra með fullu húsi á heimsmeistaramóti ungmenna í Toronto, vann allar ellefu skákir sínar! Hann leiddi bandarísku stúdentasveitina til glæsilegs sigurs ...

Lesa grein »

,,Guð er til — og hann er ekki Búlgari!“

Enski snillingurinn Nigel Short, sem helgina 21.-22. maí glímir við Hjörvar Stein Grétarsson í MótX-einvíginu í Kópavogi, er einn litríkasti meistari skáksögunnar. Hann liggur aldrei á skoðunum sínum, og hirðir lítt um þótt þær falli ekki í kramið hjá öllum. Greinar hans í New in Chess, virtasta skáktímariti heims, eru hreinasta hnossgæti sem vert er að mæla með. Short er ...

Lesa grein »

Stórskemmtileg skemmtikvöld hjá T.R.

Taflfélag Reykjavíkur hefur farið vaxandi á síðustu misserum undir styrki stjórn hins metnaðarfulla Björns Jónssonar formanns. Eftir mögur ár er félagið að styrkjast og eflast á öllum sviðum. Í gær varð félagið Hraðskákmeistari Taflfélaga árið 2014 eftir harða baráttu í úrslitaviðureign við Huginn. Einnig virðist félagið ætla að blanda sér í baráttuna á Íslandsmóti Skákfélaga en nokkuð er síðan félagið ...

Lesa grein »

Kínverski sendiherrann sakaður um njósnir — Fékk skák-kápu frá Eggert feldskera — Sjáðu myndirnar!

Sendiherra Kína á Íslandi er horfinn af yfirborði jarðar, og erlendir fjölmiðlar staðhæfa að hann hafi verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni — fyrir njósnir í þágu erkióvinanna í Japan. Íslenskir skákmenn þekkja vel til Ma Jisheng sendiherra og konu hans, Zhong Yue, enda voru þau í aðalhlutverkum þegar fjölmenn kínversk skáknefndinefnd kom til Íslands snemma árs 2013. Frægt varð þegar ...

Lesa grein »

Skemmtilegt taktískt þema

Það er alltaf gaman að sjá skemmtilega taktík í skák. Flestir vinsælustu skákmenn sögunnar voru góðir taktísktir skákmenn en það helst auðvitað í hendur við að vera skemmtilegur sóknarskákmaður. Fléttur eða taktík eru oft á tíðum það sem gefa skákunum lit og það er alltaf ákveðinn sigur að koma auga á skemmtilegar leiðir sem andstæðingnum hefur yfirsést. Á skákþjóni nýverið ...

Lesa grein »

Vandræðalegasta skák allra tíma ?

68. hraðskákmót Moskvu fór fram 6. september s.l.. Heiðursgestir á mótinu voru Kirsan Ilyumzhinov forseti FIDE og Valery Telichenko forseti Verkfræðideildar Moskvuháskóla. Þeir félagarnir tefldu skák í tilefni mótsins sem fer hér á eftir. Spurt er: Er þetta vandræðalegasta skák sem tefld hefur verið?

Lesa grein »