Taggasafn: Héðinn Steingrímsson

SKÁKÞING ÍSLANDS 2015 – HÉÐINN STEINGRÍMSSON ÍSLANDSMEISTARI

Íslandsmótinu í skák lauk með yfirburða sigri Héðins Steingrímssonar, stórmeistara, sem hlaut 9.5 vinning af 11 mögulegum og landaði sínum þriðja Íslandsmeistara titli með glæsilegri lokaskák. Mótið sem fram fór við kjöraðstæður í Háaloftum Hörpu snerist upp í einvígi milli Héðins og Hjörvars Steins Grétarsson, yngsta stórmeistara okkar, en þeir voru komnir með 2.5 vinning umfram næstu menn að 7 ...

Lesa grein »

Friðriksmót Landsbankans: Héðinn Steingrímsson Íslandsmeistari í hraðskák

Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák fór fram í dag í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11. 82 keppendur tóku þátt, þar af 6 stórmeistarar og 4 alþjóðlegir meistarar. Staðan fyrir lokaumferðina var þannig að Héðinn Steingrímsson var efstur með 8,5 vinninga af 10 og tefldi við Jón Viktor Gunnarsson í lokaumferðinni. Jón Viktor, Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen voru allir með ...

Lesa grein »

Héðinn sigraði í Flugfélagssyrpu Hróksins

Héðinn Steingrímsson stórmeistari sigraði í Flugfélagssyrpu Hróksins, sem lauk á föstudag, en margir af bestu skákmönnum landsins tóku þátt í hraðskákmótunum fimm þar sem keppt var um ferð fyrir tvo til Nuuk, höfuðborgar Grænlands. Héðinn sigraði á 3 mótum og var öruggur sigurvegari syrpunnar. Það var hinsvegar Róbert Lagerman sem sigraði með fullu húsi á síðasta móti Flugfélagssyrpunnar. Flugfélagssyrpan var ...

Lesa grein »

Héðinn fer með himinskautum í Flugfélagssyrpu Hróksins

Héðinn Steingrímsson stórmeistari sigraði á fjórða mótinu í Flugfélagssyrpu Hróksins, sem haldið var í Pakkhúsi Hrókins í hádeginu á föstudag. Héðinn hlaut 4,5 vinning í 5 skákum og er með örugga forystu í heildarkeppninni. Fimmta og síðasta mótið verður föstudaginn 10. október. Flugfélagssyrpan hefur slegið í gegn hjá skákáhugamönnum, enda svífur léttur og skemmtilegur andi yfir vötnum. Héðinn Steingrímsson kann ...

Lesa grein »

Fjórða Flugfélagsmótið á föstudag: Héðinn efstur — Allir geta unnið ferð til Grænlands!

Fjórða og næstsíðasta mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins verður haldið í hádeginu föstudaginn 3. október í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Sigurvegari í heildarkeppninni fær ferð fyrir tvo til Grænlands í verðlaun. Þá er einn heppinn keppandi dreginn út og hlýtur sömu verðlaun. Héðinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni eftir þrjú fyrstu mótin. Mótið á föstudag hefst klukkan 12:10 í Pakkhúsi Hróksins, sem er til húsa í ...

Lesa grein »

Héðinn sigraði á 2. móti Flugfélagssyrpu Hróksins — Róbert og Helgi Áss í 2.-3. sæti

Héðinn Steingrímsson (2536) sigraði á 2. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í Pakkhúsi Hróksins í hádeginu á föstudag. Héðinn, sem sigraði líka á 1. mótinu, er því efstur í heildarkeppninni en þrjú mót eru eftir og allt getur gerst. Átján vaskir skákmeistarar mættu til leiks á föstudaginn, þar af þrír stórmeistarar. Héðinn hélt áfram sigurgöngu sinni frá fyrsta mótinu, en ...

Lesa grein »

Flugfélagssyrpa Hróksins: Héðinn fer með himinskautum — Sjáið myndirnar — Veislan í Pakkhúsi Hróksins heldur áfram um helgina!

Fimm stigahæstu skákmenn Íslands voru meðal keppenda á fyrsta hraðskákmótinu í Flugfélagssyrpu Hróksins. Keppendur voru alls 26, þar af sex stórmeistarar. Héðinn Steingrímsson (2536 skákstig) sigraði með glæsibrag, hlaut 5 vinninga af 5 mögulegum. Næstur kom Hjörvar Steinn Grétarsson (2548) með 4,5 vinning og í 3. sæti varð Helgi Ólafsson (2543) með 4 vinninga. Flugfélagssyrpan er haldin í Pakkhúsi Hróksins, í vöruskemmu ...

Lesa grein »