Meistarastykki MVL

Maxime Vachier-Lagrave heitir stigahæsti skákmaður Frakka. Þegar þessi orð eru rituð stendur hann í ströngu í Sinqufield Bikarnum þar sem stjarna Fabiano Caruana skín skærast.

En Maxime eða MVL eins og hann er alltaf kallaður er enginn aukvisi og engin heppni að hann einn af stigahæstu skákmönnum heims. MVL býr yfir miklum hæfileikum og hefur á köflum gríðarlega skemmtilegan skákstíl.

Skák dagsins að þessu sinni tefldi hann árið 2007 ungur að árum (og er enn!). Takið eftir fífldirfskunni, hann gefur hreinan skiptamun snemma í skákinni og fórnar svo drottningunni fyrir áframhaldandi sókn. Eins og það sé ekki nóg heldur hann áfram að gefa peð til að vinna tíma og opna línur.

Að lokum klárar hann svo líkt og um skákdæmi sé að ræða. Mögulega besta skák MVL þó vissulega voni flestir skákmenn að  þeirra besta skák sé í framtíðinni!

Facebook athugasemdir