Meira af Bogoljubov: Aljekín kjöldreginn í Pétursborg

Nafnið Bogoljubov merkir „hinn heittelskaði guð“ á úkraínsku. Óvíst er hvort hann hafi staðið undir nafni í hefðbundinni merkingu orðsins en sannarlega má segja að hann hafi verið guð þegar kom að taktík enda með ótrúlega rómantískan skákstíl og gott innsæi.

Andstæðingur Bogo í skák dagsins er enginn annar en Alexander Aljekín. Þeir félagarnir þekktust vel enda þurftu þeir að dúsa saman í fangaklefa í Þýsku borginni Mannheim þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út, en þar voru þeir staddir í þeim tilgangi að taka þátt í skákmóti. Mótinu lauk aldrei vegna styrjaldarinnar en talið er víst að Bogo hafi lært mikið í vistinni, enda höfðu þeir félagar og Rabinowitsch sem deildi kosti með þeim, ekkert betra að gera en að tefla blindskákir; skákborði var ekki til að dreifa.

Bogoljubov og Alexander Aljekín tefldu samtals 92 skákir sem ratað hafa í gagnagrunna. Aljekín var með nokkuð þétt skor úr þessum viðureignum, vann 36 skákir gegn 16 sigrum Bogoljubovs. Það er þó langt því frá hægt að segja að sá síðarnefndi hafi ekki átt möguleika; kannski var skákstíllinn bara svolítið frumlegur á köflum.

Þegar ég er með hvítt, þá vinn ég vegna þess að ég er með hvítt – þegar ég er með svart, þá vinn ég vegna þess að ég er Bogoljubov.

Það má sannarlega segja að hann standi við stóru orðin í eftirfarandi skák sem var tefld í St. Pétursborg árið 1914 og er sérstaklega glæsileg. Sjáiði bara 21..Hxf2!!. Heimsmeistarinn verðandi veit varla hvort hann er að koma eða fara.

Facebook athugasemdir