Maraþonið í Moskvu: Karpov tekur forystuna

Anatoly_Karpov_1979Þann 17. september 1984 tefldu K-K þriðju einvígisskákina, fimm dögum eftir skák nr. 2. Öllu jöfnu tefldu þeir á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum, en Kasparov hafði fengið flensu þegar þriðja skákin átti að fara fram og tók því hjásetu (time out).

Karpov hafði hvítt og svaraði Taimanov Sikileyjarvörn Kasparovs með Maroczy-afbrigði og byggði upp trausta stöðu.

Kasparov hugsaði sig um í 50 mínútur og ákvað að gefa peð í 16. leik með d5 í von um eitthvað mótspil en það dugði þó skammt því Karpov hélt frumkvæðinu og gerði út um skákina í aðeins 31 leik.

Lokastaðan er lærdómsrík því að Kasparov lét hjá líða að lofta fyrir kónginn – Eftir t.d. 31..Hxc2 kemur 32. Hxe7 og riddaranum á b7 verður ekki bjargað vegna mátsins sem vofir yfir á e8.

Facebook athugasemdir