Malinin hinn magnaði  (Fyrri hluti)

Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Ég hef oft verið spurður að því hver sé uppáhalds bréfskákmaður minn? Og svar mitt hefur jafnan verið: Malinin! Kappi þessi heitir fullu nafni Vasily Borisovich Malinin fæddur 1956 í borginni Pedrozavodsk í Rússlandi. Hann er  einn af fáum sem er bæði stórmeistari í skák og bréfskák. Ég veit svo sem ekkert hvað eru hans helstu sigrar en hann hefur unnið ýmis alþjóðleg bréfskákmót og meðfram taflmennsku gefið út einhverjar bækur og stundað skákkennslu. Nokkrar skáka hans urðu víðfrægar á síðustu öld og ég sá þær fyrst í bókunum New In Chess og síðar í ýmsum bréfskákbókum. Ég og Rúnar Berg sátum í gamla daga löngum stundum og skoðuðum ótrúlegar fléttuskákir hans fram og til baka.

Ég hef ekki mikð frétt af Malinin á þessari öld á tímum skákreiknana en hann var klárlega minn uppáhalds fyrir þann tíma sem ég miða við síðustu aldamót, en upp frá því urðu reiknarnir mjög öflugir eins og menn þekkja.

malinin

Malinin með erfiða stöðu gegn ungviði

Ódauðlega skák Malinin er vafalaust skákin sem hann tefldi í Leningrad 1988 við Savinov. Þetta var ekki bréfskák og eins og ódauðlegri skák sæmir þá er ekki víst að hún sé 100% kórétt fórnarlega. Ævintýrið hefst með geigvænlegum drottningarleik: 15.Dxg6!!?.. Spáið í það hvernig það er að fá svona leik á sig yfir borðinu! Með 19.Rf4 hótar hvítur riddaramáti á g6 og framhaldið einkennist af því að svartur fórnar liði til baka til að forðast mát en að lokum verður hann mát á afar listrænan hátt.Lokastaðan er snilld þótt hún sé reyndar ekki ný undir sólinni frekar en margt annað…

Leningrad 1988 – Volga-Benkö bragð

Hvítt: Vasily Borisovich Malinin
Svart: Viktor Savinov

Kunnugleg lok að því leyti að fyrir rúmum hundrað árum varð  skákmaður að nafni Dodge mátaður með þessum hætti en sá tefldi nú skákina harla illa svo ekki sé meira sagt. Dodge mátið:

Chicago 1904

Hvítt: Dodge
Svart: Jay R. Hougtheling

Svona gerast kaupin á eyrinni kall minn.

Við skulum að endingu líta á eina skák þar sem Malinin sýnir þá list að máta með léttu mönnunum. Það er líka teflt yfir borðinu ekki bréfskák. Geymum bréfskákirnar þar til í næsta þætti.

Leningrad 1989 – Volga-Benkö-bragð

Hvítt: V.B Malinin
Svart: A. Andreev

Facebook athugasemdir