Magnús Carlsen teflir þrjár blindhraðskákir samtímis!

André Danican Philidor

André Danican Philidor

Það er engin nýlunda að stórmeistarar tefli blindskákir, jafnvel margar í einu, það hafa þeir gert frá öræfi alda. Elsta þekkta tilfellið er líklega frá 7. öld, en lögmaðurinn Sa’id Bin Jubair er talinn hafa teflt blindskák fyrstur manna.

Fyrsta þekkta dæmið frá Evrópu er frá Fagurborg (Florence) árið 1266.

Skákmeistarinn André Danican Philidor sýndi hæfni sína á þessu sviði og tefldi allt að þrjár blindskákir samtímis árið 1783 með góðum árangri og vakti talsverða athygli. Fjallað var um afrek hans í dagblöðum og kom m.a. fram að hann hafi kennt sjálfum sér að tefla blindskák, þar sem hann lá í rekkju, vakandi vegna svefnleysis.

Paul Morphy bjó einnig yfir þessum hæfileika og árið 1858 tefldi hann við átta sterka skákmeistara í París með góðum árangri, vann sex og gerði tvö jafntefli.

Fleiri þekktir meistarar skáksögunnar bjuggu yfir þessum hæfileika, s.s. Louis Paulsen, Joseph Henry Blackburne, sem tefldi allt að 16 blindskákum samtímis og fyrsti heimsmeistarinn Wilhelm Steinitz, sem tefldi m.a. sex blindskákir í borginni Dundee í Skotlandi þar sem hann vann þrjár og gerði þrjú jafntefli.

Blindskák reyndist drjúg tekjulind, enda var þetta athæfi afar vinsælt og áhorfendavænt og var jafnvel talið að hæfileikinn væri til merkis um yfirnáttúrulega hæfileika þess sem þetta lék.

Fjöldinn eykst

Pillsbury with cigar at the Manhattan Chess Club in 1893

Harry Nelson Pillsbury með vindil í Skákfélagi Manhattan árið 1893

Fjöldi skáka sem skákmeistarar tefla samtímis hefur aukist jafnt og þétt. Þannig tefldi Harry Nelson Pillsbury 20 blindskákir samtímis í Fíladelfíu árið 1900.

Alexander Alekhine tefldi 26 blindskákir gegn sterkum skákmeisturum árið 1924, vann 16, tapaði 5 og gerði 5 jafntefli. Árið 1925 bætti Richard Réti við metið þegar hann tefldi 29 skákir í Sao Paulo og gerði að því tilefni grín að lélegu minni sínu þegar hann gleymdi töskunni sinni á skákstaðnum.

Alekhine sló metið aftur árið 1934 í Chicago, en þá tefldi hann 32 blindskákir, vann 19, tapaði 4 og gerði 9 jafntefli. Edward Lasker var skákstjóri við þetta tilefni.

„Metið“

Georg Koltanowski sló metið árið 1937 í Edinborg þegar hann tefldi 34 blindskákir, en hann vann 24 og tapaði 10 – Alls tók viðureignin 13 klukkutíma. Metið var skráð af Heimsmetabók Guinnes og stóð allt til ársins 2011!

Miguel_Najdorf_1973

Miguel Najdorf árið 1937

Miguel Najdorf og János Flesch sögðust þó báðir hafa slegið metið, en ónægt eftirlit var með þeim viðburðum og þeir teljast því ekki með. Najdorf tefldi við 45 andstæðinga í Sao Paulo árið 1947, vann 39, fjörur jafntefli og tapaði aðeins tveim. Heimsmetabókin samþykkti ekki árangur Najdorfs, þar sem hann hafði aðgang að skorblöðum andstæðinganna og fleiri en einn andstæðingur var við hvert borð. Aðrir telja met Najdorfs standa.

Að lokum taldi Ungverjinn Janos Flesch að hann hefði slegið metið, þegar hann tefldi við 52 andstæðinga í Búdapest árið 1960. Metið var þó ekki samþykkt, enda fékk hann að rifja skákirnar upp munnlega á meðan á þeim stóð. Þá vakti athygli að keppnin stóð aðeins yfir í 5 klukkutíma og voru margar skákirnar mjög stuttar.

Metið slegið

MArk lang

Marc Lang

Núverandi „Evrópumeistari“ í blindskák er Þjóðverjinn Marc Lang, sem telfldi við 35 andstæðinga í Sontheim í Þýskalandi árið 2010 – Hann vann 19 skákir, 13 jafntefli og tapaði 3 og tók keppnin 23 klukkutíma!

Lang setti svo heimsmet ári síðar, 2011, þegar hann tefldi við 46 andstæðinga og sló þar með met Georgs Koltanowski frá árinu 1937.

GM Timur Gareev hefur sett sér að markmiði að slá met Langs og tefla 50 blindskákir samtímis. Það hefur þó ekki enn orðið að veruleika.

Töframaðurinn frá Riga

Heimsmeistarinn og töframaðurinn frá Riga, Mikhail Tal tefldi blindskákir, líkt og flestir alvöru skákmeistarar. Til er gömul upptaka af honum tefla blindskák. Upptakan kom fyrst fram í heimildamyndinni „Seven steps beyond the horizon“ árið 1969 og fjallaði um takmarkanir á heilastarfsemi.

Myndbandið er á rússnesku, en áhugasamir geta lesið sér til um efni þess hér.

Mozart skákarinnar

Þá er sögunni vikið að núverandi heimsmeistara, sem nýverið tefldi þrjár blindhraðskákir! Hann hefur oft teflt mun fleiri skákir samtímis, en aldrei með klukku. Carlsen fékk 9 mínútur á hverja skák gegn 9 mínútum andstæðinganna og hefði því aðeins haft 3 mínútur pr. skák, hefðu þeir alltaf svarað leikjum hans strax.

Blindskák er heillandi fyrirbæri og er sérstaklega skemmtilegt að sjá hvernig Magnús heldur einbeitingu, þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans ruglist oft á borðum þegar þeir kalla til hans leiki – Ótrúlega magnað.

Hægt er að lesa meira um einvígi Carlsens hér.

Facebook athugasemdir

Það er engin nýlunda að stórmeistarar tefli blindskákir, jafnvel margar í einu, það hafa þeir gert frá öræfi alda. Elsta þekkta tilfellið er líklega frá 7. öld, en lögmaðurinn Sa'id Bin Jubair er talinn hafa teflt blindskák fyrstur manna. Fyrsta þekkta dæmið frá Evrópu er frá Fagurborg (Florence) árið 1266. Skákmeistarinn André Danican Philidor sýndi hæfni sína á þessu sviði og tefldi allt að þrjár blindskákir samtímis árið 1783 með góðum árangri og vakti talsverða athygli. Fjallað var um afrek hans í dagblöðum og kom m.a. fram að hann hafi kennt sjálfum sér að…

Stjörnugjöf

Stjörnugjöf lesenda: 4.9 ( 1 atkvæði)