Maðurinn sem sigraði besta skákmann heims og ritskoðaði Shakespeare

Einn er sá skákmeistari, sem hlotnaðist ódauðlegur sess í enskum orðabókum, og það á kostnað höfuðskálds enskrar tungu:

Thomas Bowdler. Hreinsaði burt klúryrði Shakespeares, tefldi eina bestu skák 18. aldar og beitti sér fyrir endurbótum í fangelsismálum...

Thomas Bowdler. Hreinsaði burt klúryrði Shakespeares, tefldi eina bestu skák 18. aldar og beitti sér fyrir endurbótum í fangelsismálum…

Dr. Thomas Bowdler (1754-1825) tók sér fyrir hendur að ritskoða sjálfan Shakespeare, svo sómakærir lesendur hnytu ekki um klúryrði eða klám af nokkru tagi.

Ófelía drukknaði fyrir hreina slysni...

Ófelía drukknaði fyrir hreina slysni…

Bowdler lét sér ekki nægja að skipta út einstökum orðum – blessunin hún Ófelía drukknaði þannig fyrir hreina slysni, svo Hamlet yrði ekki sakaður um að hrekja hana til sjálfsvígs.

Fjölskylduvænn Shakespeare

Fjölskylduvænn Shakespeare

Shakespeare fyrir fjölskylduna, en svo nefndist útgáfa Bowdlers, naut mikilla vinsælda á 19. öld en fyrir tiltækið uppskar hann vafasaman sess í orðabókum: bowdlerize er notað um þá iðju að hreinsa og ritskoða annarra verk.

Henry Seymour Conway. Ódauðlegur vegna tapskákar á móti Bowdler!

Henry Seymour Conway. Ódauðlegur vegna tapskákar á móti Bowdler!

Bowdler hefði annars átt tryggan sess á spjöldum sögunnar fyrir magnaða skák sem hann tefldi gegn Henry Seymour Conway árið 1788, en þar bregður í fyrsta skipti fyrir tvöfaldri hróksfórn, sem telja má víst að veitt hafi Adolf Anderssen innblástur í skákinni ódauðlegu 1851.

Hinn mikli Philidor tapaði fyrir manninum sem ritskoðaði Shakespeare.

Hinn mikli Philidor tapaði fyrir manninum sem ritskoðaði Shakespeare.

Skáklistin var ekki á mjög háu stigi á 18. öld. Franska tónskáldið Philidor bar höfuð og herðar yfir aðra meistara, og tefldi helst ekki án þess að gefa að minnsta kosti eitt peð í forgjöf.

Þá lék Philidor sér að því að tefla blindandi við andstæðinga sína, en það þótti magnaður galdur í þann tíð. Þeir Bowdler og Philidor mættust 8 sinnum, og er það til marks um styrk okkar vammlausa doktors að hann vann tvær skákir, tapaði þremur og gerði þrjú jafntefli.

Bowdler var læknir að mennt, af auðugum ættum, en helgaði sig baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum, auk þess auðvitað að bowdleriza Shakespeare.

Skák Bowdlers og Conways, tefld í London 1788.

Meira um Bowdler á Wikipedia

Facebook athugasemdir