Skákkennarinn

Maður mánaðarins mátar í Ungverjalandi

Davíð Kjartansson hefur komið nokkuð við sögu hér á síðunni undanfarna daga og ekki að ástæðulausu enda átt ótrúlegt skákár.

Davíð hóf taflmennsku ungur að árum og náði snemma afburðarárangri við borðið. Hann hefur teflt við marga úr hópi sterkustu skákmanna heims; Nefna má heimsmeistarann sjálfann, Magnus Carlsen og Levon Aronian sem um árabil var nefndur „Nr. 2“ enda var hann lengi annar stigahæsti skákmaður heims.

Skák dagsins er frá Evrópumóti ungmenna (U/18) og var tefld í bænum Balatonlelle í Ungverjalandi. Davíð stýrir hvítu mönnunum af mikilli festu og nær fljótlega heljartökum á stöðunni sem hann fylgir eftir með skiptamunsfórn og óverjandi mátsókn.

Gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir