London Chess Classic 2014: Aldursforsetinn sigraði – Þriðji sigur Anands á stórmóti á árinu

chessinschools_logoOfurmótinu í London – London Chess Classic 2014 lauk í dag, sunnudag, með sigri aldursforsetans og fimmfalda fv. heimsmeistarans Viswanathan Anands! Anand (2793) læddist nánast óséður í mark því hann gerði jafntefli í fyrstu fjórum skákum sínum og vann aðeins síðustu skákina í dag gegn heimamanninum og sterkasta skákmanni Bretlandseyja, Michael Adams (2745).

Anand endaði með jafn mörg stig (7 af 15) og Vladimir Kramnik (2769) og Anish Giri (2768) en var úrskurðaður sigurvegari á svonefndri tiebreak reglu þar sem hann vann flestar skákir með svart; raunar var sigurskák hans í dag eina skák mótsins sem vannst með svörtu mönnunum.

Árið 2014 hefur reynst Anand happadrjúgt og er sigurinn nú sá þriðji á stórmóti á árinu. Mótin voru:

Mótið í ár var hið 6. í röðinni og hafa allir sterkustu skákmenn heims verið meðal þátttakenda á einhverjum tímapunkti.

london_junior

boris_jhonsson_borgarstjori

Boris Johnsson borgarstjóri Lundúna lét sig ekki vanta.

Mótið er hluti af mikilli skákhátið samtakanna Chess in Schools & Communities, sem hafa það að markmiði að breiða út boðskapinn góða að skák er skemmtileg. Samtökin standa fyrir skákkennslu í óteljandi grunnskólum í Englandi og Wales og á ýmiskonar öðrum stöðum s.s. sjúkrahúsum, háskólum, bókasöfnum og víðar og leggja áherslu á að kennslan sé þátttakendum að kostnaðarlausu.

Um 2000 grunnskólabörn tóku þátt í hátíðarhöldunum, en þeim stóð til boða skákkennsla hjá m.a. stórmeisturum, skákmót og fjöltefli svo eitthvað sé nefnt.

Myndagallerí frá barnahátíðinni

Sigurvegarar frá upphafi:

Meistararnir

Skákkempurnar sem tóku þátt að þessu sinni voru ekki af verri endanum; 5 af 10 sterkustu skákmönnum heims og Michael Adams sem er sterkasti skákmaður Bretlandseyja um þessar mundir.

Nafn Þjóðerni Aldur Skákstig #Heimslista Atskákstig #Heimslista
Fabiano Caruana Ítalía

22

2829

2

2858

1

Viswanathan Anand Indland

45

2793

6

2809

6

Hikaru Nakamura Bandaríkin

26

2775

7

2800

9

Vladimir Kramnik Rússland

39

2769

9

2773

13

Anish Giri Holland

20

2768

10

2674

70

Michael Adams England

43

2745

14

2764

17

 Garrý Kasparov tefldi fjöltefli við þingmenn

garry_kasparov_fjoltefli_london

Fv. heimsmeistarinn og mesti og besti skákmaður allra tíma að margra mati, Garrý Kasparov, tók þátt í hátíðarhöldunum. Hann tefldi fjöltefli við þingmenn og efnilegustu ungmenni landsins og vakti þannig athygli þingheims á kostum skákkennslu í skólum. Fjölteflið heppnaðist gríðarvel og vakti mikla athygli fjölmiðla, líkt og skoða má hér.

Anish_giri

Anish Giri

„You’ve just been spacebarred“ – „Þú varst/ert/verður bilaður“

Anish Giri átti sterkan leik á mótinu þegar hann fann upp á nýyrðinu „You´ve just been spacebarred“, sem þýðir á skákmáli að leika alltaf besta leiknum í hverri stöðu – sem er gert með því að ýta á bilslána (spacebar) í öllum helstu skákforritum.

Greinarhöfundur telur rétt að íslenska hugtakið og leggur til „þú varst bilaður“ enda spacebar bilslá á íslensku.

Atskákmótið

Hikaru Nakamura

Hikaru Nakamura

Skákhátíðin í London hófst þann 6. desember á atskákmóti. Það sem var sérstakt og er nánast óþekkt var að allar skákkempurnar sem taldar voru upp að ofan tóku þátt og gáfu þannig meðaljóninum færi á að mæta sér í alvöru skákmóti!. En kempurnar sex voru ekki þeir einu sem gáfu færi á sér því listi þekktra skákmeistara var mun lengri. Nefna má:

Eduardo Iturrizaga Bonelli (2700, VEN), Loek van Wely (2692, NED), Matthew Sadler (2667, ENG), Luke McShane (2665, ENG), David Howell (2641, ENG), Gawain Jones (2629, ENG), Simen Agdestein (2595, NOR), Eric Hansen (2592, CAN), Alex Lenderman (2590, USA), og 16 stórmeistarar til viðbótar!

Alls tóku 212 skákmenn af öllum styrkleikum þátt.

Hikaru Nakamura er vafalítið einn af sterkustu atskákmönnum heims, enda valtaði hann yfir mótherja sína og endaði með 9,5 vinninga af 10, vinningi á undan næsta manni! Atskák í London virðist henta honum ágætlega, því hann vann einnig atskákmótið árið 2013.

Frétt Chessbase.com um atskákmótið

Efstu menn í atskákmótinu

Efstu menn í atskákmótinu

Atskákirnar – Hægt að velja skák með gráu stikunni yfir borðinu.

 Fyrri dagur

Seinni dagur

Hraðskákmótið

Michael Adams

Michael Adams

Að atskákmótinu yfirstöðnu tók við hraðskákmót þeirra allra bestu þann 8. desember. Notast var við stigakerfi líkt því sem þekkist í knattspyrnu: 3 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli og 0 fyrir tap.

Þrír keppendur komu jafnir í mark með 17 stig af 30 mögulegum; þeir Mickey Adams (England), Hikaru Nakamura (Bandaríkin) og fv. heimsmeistarinn Vladimir Kramnik (Rússland) og varð því að notast við tiebreak reglur til að finna sigurvegarann.

Öllum að óvörum og heimamönnum eflaust til mikillar gleði endaði Michael Adams í fyrsta sætinu eftir heilmiklar reikningskúnstir.

Lokastaðan á heimasíðu mótsins

Hraðskákirnar

Kappskákmótið

Fabiano Caruana og Vladimir Kramnik

Fabiano Caruana og Vladimir Kramnik

Þá var röðin komin að kappskákinni. Teflt var dagana 10.-14. desember og var notast við samskonar stigakerfi og í hinum mótunum, 3 stig fyrir vinning, 1 fyrir jafntefli og 0 fyrir tap. Hugmyndafræðin á bak við stigakerfið er sú að hún fækki jafnteflum samanborið við hefðbundna hálfur fyrir jafntefli og heill fyrir sigur kerfið.

Það er ekki sjálfgefið að Viswanathan Anand taki undir að kerfið hvetji menn til dáða, því hann tók lífinu af mikilli yfirvegun í fyrstu fjórum umferðunum og fékk þannig aðeins 4 stig af 12 mögulegum sem er 30% vinningshlutfall og ætti ekki með nokkru móti að duga til að tefla um efsta sætið í lokaumferðinni.

Mótið var hins vegar afar jafnt og aðrir keppendur gerðu lítið betur. Vladimir Kramnik og Anish Giri voru efstir og jafnir fyrir lokaumferðina með 6 stig af 12 eða 50% vinningshlutfall og Hikaru Nakamura var með 5 stig. Allir áttu þeir möguleika á að vinna mótið.

Fyrir lokaumferðina hafði engin skák unnist með svörtu.

Mickey Adams og Viswanathan Anand

Mickey Adams og Viswanathan Anand

Viswanathan Andand hafði svart gegn heimamanninum Adams í lokaumferðinni á meðan efstu menn, Kramnik og Giri mættust í innbyrðis viðureign. Anand gerði sér lítið fyrir og vann Adams í ágætri skák og var allt í einu og í fyrsta skipti í efsta sætinu með 7 stig af 15, sem nær reyndar ekki alveg 50% árangri. Kramnik og Giri háðu mikla orrustu, en því miður fyrir þá, þá lauk baráttunni með jafntefli. Þeir voru því báðir með 7 stig, líkt og Anand, nema munurinn var sá að Anand hafði unnið með svart en þeir ekki.

Skákin Fabiano Caruana gegn Nakamura var því sú eina eftir og ljóst var að ef Naka tækist að vinna, þá fengi hann þrjú stig til viðbótar við sín fimm og yrði því einn efstur og sigurvegari mótsins. Þrátt fyrir afar lélega frammistöðu í mótinu, þá var Caruana ekki til í að gefast upp án baráttu og var reyndar á tímabili með sæmilegt frumkvæði í skákinni. Það dugði þó ekki og sömdu þeir jafntefli eftir 80 leiki í stöðu þar sem Caruana var með hrók, biskup og peð gegn tveim hrókum Nakamura og ómögulegt er að vinna slíka stöðu.

Aldursforsetinn og fv. heimsmeistarinn Viswanathan Anand (45) stóð því uppi sem sigurvegari London Chess Classic 2014.

londonchessclassic_lokastada_kappskak

Skák mótsins

Kappskákirnar

Facebook athugasemdir