Lokaumferð Ólympíuskákmótsins: Kínverjar hársbreidd frá fyrsta gullinu!

Olympiad rd 10 382Lokaumferðin á Ólympíuskákmótinu í Tromsö hófst klukkan 9 á fimmtudagsmorgun. Kínverjar sitja nú að tafli við Pólverja, og sigur í viðureigninni tryggir þeim fyrsta sigur Kína á ólympíuskákmóti. Ungu kínversku snillingarnir blésu til stórsóknar, og hafa undirtökin í flestum skákunum þegar þetta er skrifað kl. 11:21.

Kínverjar voru efstir fyrir síðustu umferð með 17 stig, en næstir komu Ungverjar með 16 stig. Ungverjar glíma nú við sterka sveit Úkraínu. Ivanchuk var settur á bekkinn hjá Úkraínu, svo Ponomariov (2717) er nú að kljást við Leko (2740) á 1. borði.

10580103_840871462590900_4230023487569024565_nJudit Polgar, sem í gær tilkynnti að hún ætli að hætta atvinnumennsku eftir mótið í Tromsö, er ekki í ungverska liðinu.

Í 3. til 10. sæti fyrir síðustu umferð með 15 stig voru Frakkland, Úkraína, Bandaríkin, Úsbekistan, Indland, Azerbæjan og Pólland.

Íslendingar tefla við öfluga sveit Egyptalands. Fyrir okkar hönd tefla í dag Hannes H. Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Ólafsson, en Guðmundur Kjartansson hvílir.

Íslenska liðið hefur staðið sig með miklum sóma á mótinu og er efst Norðurlanda.

Strákarnir okkar!

Strákarnir okkar!

Nokkuð óhætt er að bóka rússneskt gull í kvennaflokki. Rússneska liðið mætir Búlgaríu í síðustu umferð. Kvennasveit Íslands keppir við Jamæka, og hafði Jóhanna Björg Jóhannsdóttir unnið sína skák þegar þetta er skrifað.

Veislunni miklu á 69. gráðu er að ljúka: Næsta frétt mun fjalla um sigurvegara á 41. Ólympíuskákmótinu 2014.

 

Beinar útsendingar frá lokaumferðinni

Úrslit lokaumferðar Ólympíuskákmótsins

Facebook athugasemdir