Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Lilja leggur Officer

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skákdrottning vor allra fagnar 45 ára afmæli í dag, og við fögnum með henni.

Hér er skák eftir Lilju í tilefni dagsins, þar sem hún lætur skosku skákkonuna Amy Officer finna til tevatnsins.

Lilja hefur 11 sinnum orðið Íslandsmeistari í skák og margoft teflt undir fána Íslands. Hún hefur álíka margar háskólagráður og Georg Bjarnfreðarson, en er í alla staði mun yndislegri persóna; starfaði m.a. sem starfsmaður Alþingis en var svo kjörin á þing fyrir VG. Forseti Skáksambandsins var hún í 4 ár og fyrst kvenna forseti Skáksambands Norðurlanda.

Til hamingju með afmælið Lilja og til hamingju með Lilju!

Facebook athugasemdir