„Lífið er eins og skák, til þess að ná árangri í því þarf maður að vera undirbúin undir það óvænta“

david_kjartansson_fjolskylda

Fjölskyldumaðurinn

Hótelstjórinn og skákmeistarinn FM Davíð Kjartansson hefur borið höfuð og herðar yfir flesta andstæðinga sína á skákvellinum á nýliðnu ári. Sigrar hans koma engum á óvart en eru þrátt fyrir það merkilegir í ljósi að hann hefur afar lítinn tíma aflögu til að sinna skákrannsóknum, enda fjölskyldumaður í rúmlega fullu starfi.

Davíð hefur haft í mörgu að snúast síðustu árin. Hann hefur lokið BS gráðu í viðskipta og hótelfræðum (BSc international Buisness in Hotel and Tourism Management) við UCCR háskólann í Sviss og nýverið lauk hann meistaragráðu (Msc) í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði við Háskóla Íslands.

Að námi loknu hefur Davíð náð skjótum starfsframa; Hann staldraði stutt við sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel Klaustur árið 2012 og var fljótlega ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá Ríki Vatnajökuls með aðsetur á Höfn í Hornafirði. Stjórnunarhæfileikar hans fóru ekki framhjá sunnlendingum og starfar hann nú sem hótelstjóri hjá lúxus og ævintýrahótelinu Ion, einu flottasta hóteli landsins.

Sigrar hans við skákborðið voru fjölmargir á nýliðnu ári. Má þar m.a. nefna:

Við skyggnumst örlítið inn í líf hótelstjórans og könnum áratugalangt samband hans og Caissu. Davíð er maður mánaðarins.

david_kjartansson_bikarar

Íslandsmeistarinn

Af hverju er skák skemmtileg?

Af því þetta sport gerir enga kröfu um nokkurn skapaðan hlut. Sama hvers kyns þú ert, sama á hvaða aldri og hvort þú ert góður eða lélegur þá skemmta sér allir konunglega yfir góðri skák.

Hver kenndi þér að tefla?

Pabbi kenndi mér grunninn en síðan tók afi heitinn og á hann mestan heiður að því að móta mig sem skákmann.

Hótelstjórinn

Hótelstjórinn

Minnistæðasta atvik við skákborðið / minnistæðasta skák?

Fyrsta skákin mín á heimsmeistaramótinu 1992 í Duisburg í Þýskalandi u10 ára. Ég fékk þann mikla heiður að fá að vera andstæðingur í fyrstu skák Levon Aronov (Arionian í dag) á heimsmeistaramóti!.

Hann fékk nú reyndar þann heiður að verða minn fyrsti andsæðtingur á heimsmeistaramóti líka.

Á heimsmeistaramótinu u20 í GOA 2002 á Indlandi óskaði ég honum til hamingju með glæsilegan sigur í mótinu og hans svar var að rifja upp þessa fyrstu skák okkar 10 árum áður.

Námsmaðurinn

Námsmaðurinn

Hefur skákin nýst þér í leik og starfi?

Lífið er eins og skák, til þess að ná árangri í því þarf maður að vera undirbúin undir það óvænta.

Hafði skák áhrif á þig sem námsmann?

Gríðarlega, skákin hjálpar manni lúmskt mikið við alla rökhugsun og þjálfar minnið í raun eins mikið og maður vill. Þetta hefur hjálpað manni í gegnum mörg prófin. Eins er skákin þannig sport að menntadólgar bera ómælda virðingu fyrir henni. Það var því leikur einn að fá frí í tímum hér og þar og allstaðar vegna skákiðkunnar.

Skákkennarinn

Skákkennarinn

Framtíðar áform?

Mig langar að klára IM titilinn. Þar sem allt annað í lífinu mínu hefur haft forgang framyfir skákina þá hefur þetta dregist á langin.

Framtíðarsýn fyrir skákina?

Framtíð skákarinnar og skákþjálfunnar liggur í internetinu. Það er svo undir hverjum og einum komið hvenær og hvernig hann nýtir sér það.

Vinurinn

Vinurinn (Davíð og GM Stefán Kristjánsson)

Segðu frá gildi skákarinnar í 1-2 setningum?

Hérna áður fyrr velti maður sér eitthvað upp úr gildum í skák. Eftir að maður kynntist GM Stefáni Kristjánssyni góðvini mínum þá féllu þau alveg um sjálft sig. Hann stúderar aldrei, mætir aldrei undirbúinn til leiks er eiginlega alveg skítsama en er alltaf langbestur í skák og mesta talent sem ég hef kynnst í raun hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.

Facebook athugasemdir