KK treður upp í Pakkhúsi Hróksins klukkan 15 á laugardag.

Líf og fjör framundan: Fatasöfnun, Flugfélagssyrpa og fjöltefli í Pakkhúsi Hróksins

Jóhann Hjartarson. Meðal keppenda í Flugfélagssyrpu Hróksins á föstudag. Teflir svo fjöltefli við gamlar kempur og efnileg börn og ungmenni á laugardag.

Jóhann Hjartarson. Meðal keppenda í Flugfélagssyrpu Hróksins á föstudag. Teflir svo fjöltefli við gamlar kempur og efnileg börn og ungmenni á laugardag.

Það er líf og fjör framundan.

Margir sterkustu skákmenn Íslands eru skráðir til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins 2014 sem hefst föstudaginn 12. september klukkan 12 í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Skákáhugamenn á öllum aldri eru boðnir velkomnir til leiks á fyrsta hádegismótið af fimm.  Sigurvegari syrpunnar fær Grænlandsferð fyrir 2 frá Flugfélagi Íslands, og sömu verðlaun fær heppinn keppandi sem dreginn verður út. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Þarna gefst kostur á að glíma við sterka skákmenn, því meðal þeirra sem eru skráðir til leiks eru Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Hannes H. Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Guðmundur Kjartansson,

KK treður upp í Pakkhúsi Hróksins klukkan 15 á laugardag.

KK treður upp í Pakkhúsi Hróksins klukkan 15 á laugardag.

Róbert Lagerman og Ingvar Þór Jóhannesson. Nánari upplýsingar um Flugfélagssyrpuna er að finna hér:

Á laugardag kl. 14 heldur skákveislan áfram í Pakkhúsinu. Þá teflir Jóhann Hjartarson, stigahæsti skákmaður Íslands, fjöltefli við  nokkrar kempur úr skákfélagi eldri borgara og 12 ungmenna úrvalslið Björns Ívars Karlssonar skákkennara. Áhorfendur hjartanlega velkomnir.

Klukkan 15 á laugardag mun hinn eini sanni KK taka lagið fyrir gesti Pakkhússins.

Samhliða skák og tónlist verður tekið við framlögum í söfnun Hróksins fyrir börn á Austur-Grænlandi. Pakkahús Hróksins er í vöruskemmu Brims hf. við Geirsgötu. Á laugardag og sunnudag er tekið við fötum milli 13 og 16. Óskað er eftir nýjum eða óslitnum og hreinum fatnaði og skóm á 0 til 15 ára börn.

Facebook-síða fatasöfnunar fyrir börn á Austur-Grænlandi: 

Helgi Ólafsson stórmeistari (t.v.) er meðal keppenda í Flugfélagssyrpunni.

Helgi Ólafsson stórmeistari (t.v.) er meðal keppenda í Flugfélagssyrpunni.

Pakkhús Hróksins er í vöruskemmu Brims við Geirsgötu. Þar er miðstöð fatasöfnunar fyrir börn á Austur-Grænlandi.

Pakkhús Hróksins er í vöruskemmu Brims við Geirsgötu. Þar er miðstöð fatasöfnunar fyrir börn á Austur-Grænlandi.

Björn Ívar Karlsson skákkennari. Teflir fram 12 efnilegum ungmennum gegn Jóhanni Hjartarsyni.

Björn Ívar Karlsson skákkennari. Teflir fram 12 efnilegum ungmennum gegn Jóhanni Hjartarsyni.

Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari fatasöfnunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Hér er hún með þremur ungum liðsmönnum.

Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari fatasöfnunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Hér er hún með þremur ungum liðsmönnum.

Sólskinsbros á Grænlandi.

Sólskinsbros á Grænlandi.

Sigurmerki á skákhátíð Hróksins Ittoqqoortormiit, afskekktasta þorpi Grænlands.

Sigurmerki á skákhátíð Hróksins Ittoqqoortormiit, afskekktasta þorpi Grænlands.

Facebook athugasemdir