Leiftursókn Cvitans

Skákin að þessu sinni er í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi. Króatinn Ognjen Cvitan á hér eina mögnuðustu afgreiðslu sem sést hefur í kóngsindverskri vörn. Andstæðingurinn var ekki af verri endanum, Ljubomir Ftacnik var lengi einn fremsti skákmaður Tékka og mjög virtur skákskýrandi.

Takið eftir lokahnykknum sem er hreint stórkostlegur. Ftacnik gaf reyndar eftir 26…Rh4+ en ég hef tekið mér það bessaleyfi að bæta við einum leik á mann sem „sögufölsun“ …lokin eiga það skilið!

Það eru skákir eins og þessar sem hafa laðað menn að hinni skemmtilegu byrjun, kóngsindverskri vörn. Margir hvössustu skákmenn sögunnar hafa beitt þessari byrjun og nægir að nefna til sögunnar Garry Kasparov.

Facebook athugasemdir