Kóngur á flótta undan skákdrottningu Hróksins!

Stórmeistarinn Henrik Danielsen var lykilmaður í liði Hróksins sem var ósigrandi á Íslandsmóti skákfélaga upp úr aldamótum. Hann hefur líka tekið virkan þátt í skáklandnáminu á Grænlandi. Henrik hreifst svo af skáklífinu á Íslandi að hann skipti út eldrauða, danska vegabréfinu sínu og varð íslenskur ríkisborgari. Hann hefur mjög auðgað íslenskt skáklíf, og á hér marga vini og aðdáendur. Skák dagsins tefldi Henrik með hvítu mönnunum gegn skákdrottningu Hróksins, Reginu Pokorna frá Slóvakíu á Mjólkurskákmótinu á Selfossi 2003. Þetta er í alla staði ævintýraleg skák. Hvíti kóngurinn fer snemma í mikinn göngutúr, enda dynja árásir svarta heraflans á honum. Kóngsi sleppur þó lifandi og vel það, og gegnir lykilhlutverki í lokasókn hvíts. Fjör, gjörið svo vel!

Facebook athugasemdir