KOM FAGNANDI Í SKÁK OG SÖFNARHÁTÍÐNA FYRIR BÖRNIN Í JEMEN!

Skákhátíð og neyðarsöfnun Hróksins, UNICEF OG FATIMUSJÓÐS tekur greinilega flugið: Áheitum og framlögum rignir inn hjá Fatimusjóði og UNICEF.

Til þess að styðja við þetta góða málefni má auk þess senda sms-ið í númerið 1900 og skrifa orðið JEMEN og þá millifærast 1900 krónur.

Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman hjá Hróknum stefna að því að tefla 250 skákir þessa tvo daga, og er áheitum safnað saman á hverja skák:

Dæmi um áheit, sem þegar hafa borist:

• NN borgar 2000 kr. per skák. samtals 500.000
• Samkaup borga 1000 kr. pr. skák samtals 250.000
• BRIM borga 1000 kr. pr. skák samtals 250.000
• Íslandsbanki greiðir með eingreiðslu 150.000
• Vörður borgar 500 kr, pr. skák 125.000
• Vignir S Halldórsson stjórnarformaður MóX 500 kr. pr. skák 125.000
• Vignir Einar Hilmarsson fjármælastjóri MótX 500 kr. pr. skák 125.000
• Dominos 500 kr. pr skák 125.000
• Penninn borgar með eingreiðslu 100.000
• NN borgar eingreiðslu 15000
• Helgi Vilhjálmsson í Góu hefur 125000

Við hvetjum auðvitað góðhjarta fjáraflamenn að leggja í púkkið — þá aflast auðvitað mest á sem skemmstum tíma! Við erum í kapphlaupi við dauðann.

En svo verður nú og glaðskapur í Pakkó í allan dag. Hef grun að veitingadeildin ætli að fara á kostum og við hvetjum allt áhugafólk um skák að koma og etja kappi við þá félaga og leggja málefninu lið því fyrir hverja skák sem tefld er – eru undir þúsundir króna sem renna óskertar til Jemen.

Svo eigum við að undrasystkinum Sjönu og Alex með sína töfrandi tóna — og sjálf drottingin Ragnheiður Gröndal ætlar að koma líka og vonandi tekst Guðmundi að komast með 😊 Og er það stóra spurning um meistara Bjartmar.

Forseti Íslands sem er mikill skákáhugamaður ætlar að koma kl. 15:00 með fríðu föruneyti.

Skákmaraþon 2018 – Áheit

 

Facebook athugasemdir