KitchenAid-mótið í Vin: Róbert Lagerman öruggur sigurvegari

Sigurreif glæsimenni

Róbert Lagerman sigraði með glæsibrag á KitchenAid nýársskákmótinu sem haldið var í Vin á mánudag. Við þetta tækifæri var vígð splunkuný og glæsileg KitchenAid hrærivél sem var gjöf til athvarfsins frá Einari Farestveit. Fyrir vikið voru veitingarnar í Vin óvenjulega ljúffengar, og eiga þó gestir góðu að venjast í þeim efnum.

Róbert fékk fullt hús vinninga, 7, en næstur kom Arnljótur Sigurðarson með 5,5 og þriðji varð hraðsnúna ljúfmennið, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason með 5 vinninga.

KitchenAid-mótið markar upphaf að nýju starfsári hjá Vinaskákfélaginu og Hróknum. Framundan eru mörg verkefni, jafnt á Íslandi sem Grænlandi. Fastar æfingar verða í Vin, Hverfisgötu 47, alla mánudaga klukkan 13 en þar fyrir utan er teflt flesta daga í þessu hlýlega athvarfi og þangað eru allir velkomnir.

Facebook athugasemdir