Kínverski sendiherrann sakaður um njósnir — Fékk skák-kápu frá Eggert feldskera — Sjáðu myndirnar!

Sendiherra Kína á Íslandi er horfinn af yfirborði jarðar, og erlendir fjölmiðlar staðhæfa að hann hafi verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni — fyrir njósnir í þágu erkióvinanna í Japan. Íslenskir skákmenn þekkja vel til Ma Jisheng sendiherra og konu hans, Zhong Yue, enda voru þau í aðalhlutverkum þegar fjölmenn kínversk skáknefndinefnd kom til Íslands snemma árs 2013. Frægt varð þegar Eggert feldskeri Guðmundsson færði sendiherranum skák-kápu sem Ma Jisheng bar með miklu stolti.

 

IMG_7822

Stjörnur skinu skært í lokahófi N1 Reykjavíkurmótsins 2013. Þóra Arnórsdóttir, Eggert feldskeri, kínverski sendiherrann, Katrín Jakobsdóttir og Óttarr Proppé. Sendiherrann og kona hans virðast nú dúsa bak við lás og slá, sökuð um njósnir.

 

 

Njósnari Japana á Bessastöðum? Kínverski sendiherrann var gestur Ólafs Ragnars Grímssonar ásamt kínversku skáksnillingunum og öðrum gestum. Þarna flutti sendiherrann snjalla tölu og færði forseta lýðveldisins gjafir.

Njósnari Japana á Bessastöðum? Kínverski sendiherrann var gestur Ólafs Ragnars Grímssonar ásamt kínversku skáksnillingunum og öðrum gestum. Þarna flutti sendiherrann snjalla tölu og færði forseta lýðveldisins gjafir.

 

Landskeppni Íslands og Kína fór fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni í febrúar í fyrra. Í kínverska liðinu voru m.a. ungstirnin Yu Yangyi og Wei Yi, sem nú í ágúst urðu ólympíumeistarar með kínverska landsliðinu. Aðrir í kínverska liðinu, sem vann Ísland af miklu öryggi, voru Bu Xiangzhi, efnispilturinn Wang Yiy og landsliðskonurnar Huang Qian og Tan Zhongyi.

Við setningu landskeppninnar afhenti Eggert feldskeri sendiherranum stórglæsilega skák-kápu, sem hann klæddist líka við lokahóf N1 Reykjavíkurskákmótsins. Sendiherrann sýndi mikinn áhuga á auknum samskiptum við Íslendinga á sviði skákarinnar, og hélt m.a. dýrðlegt kvöldverðarboð í sendiráðinu fyrir fulltrúa íslensku skákhreyfingarinnar og aðra gesti. Þá fylgdi sendiherrann kínversku gestunum á Bessastaði, þar sem hann færði forseta vorum, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, kveðjur og gjafir frá Kína.

 

Sendiherrann í skák-kápunni frægu, glæsilegri flík sem Eggert feldskeri hannaði. Hér eru feldskerinn, sendiherrann og forseti Skáksambandsins, Gunnar Björnsson.

Sendiherrann í skák-kápunni frægu, glæsilegri flík sem Eggert feldskeri hannaði. Hér eru feldskerinn, sendiherrann og forseti Skáksambandsins, Gunnar Björnsson.

 

Sendiherrann hvarf af landi brott í ársbyrjun, og hefur ekki til hans spurt síðan. Kínversk stjórnvöld hafa staðfest að hann snúi ekki aftur til Íslands, og samkvæmt erlendum fjölmiðlum virðast hin ágætu sendiherrahjón vera í býsna vondum málum: Vart er hægt að hugsa sér svívirðilegri ávirðingar í Kína en að hafa gengið erinda Japana.

Vert er að geta þess að kínversk stjórnvöld hafa ekki, þegar þetta er ritað, staðfest að sendiherrahjónin hafi verið ákærð fyrir njósnir — en Hrókurinn.is mun að sjálfsögðu fylgjast vel með málinu…

Meðfylgjandi eru myndir af hinum dularfulla en í alla staði geðþekka sendiherra.

[slideshow_deploy id=’3094′]

Facebook athugasemdir