Khanty-Mansiysk: Ein skák, tvö jafntefli!

Fjórða og síðasta Grand-Prix mótið í samnefndri mótaröð FIDE fer nú fram í sjálfsstjórnarríkinu Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Landið er eitt helsta olíuframleiðslusvæði Rússa og framleiðir um helming allrar olíu landsins.

Efstu tvö sætin úr heildarkeppninni (fjögur mót) veita þátttökurétt í áskorendamótinu, en þar verður teflt um hver verður næsti áskorandi heimsmeistarans, Magnúsar Carlsen. Staðan í mótaröðinni er m.a. hér.

Í 9. umferð (af 11) atti Fabiano Caruana kappi við Sergei Karjakin. Úr varð nokkuð skrautleg atburðarás, en þeir félagar gerðu tvö jafntefli í sömu skákinni.

Eftir 49. leik hvíts (Bd2) taldi Karkjakin að sama staðan hefði komið upp þrisvar (í 37., 39. og 49. leik) og krafðist því jafnteflis. Krafan var ekki á rökum reist, því kóngur svarts var á c6 í fyrri tveim leikjunum, en á e6 í síðasta leiknum.

Svo óheppilega vildi til að aðstoðarskákstjórinn, Kwai Keong Chan, misskildi skorblað Karjakins og féllst á að sama staðan hefði komið upp þrisvar. Caruana, sem í upphafi var viss um að krafan væri röng, féllst á að staðan væri jafntefli eftir skoðun blaðsins og undirrituðu því báðir skorblöðin og afhentu yfirskákstjóranum og töldu að skákinni væri lokið.

Þá kom hr. Chan, móður og másandi og kvaðst hafa gert mistök, hann mislas 36. leik svarts á skorblaði Karjakins sem 36. Ke6, en þar stóð Kc6 og því var ekki um þrefalda endurtekningu að ræða.

Yfirskákstjórinn brást þannig við þessu að hann skipaði þeim félögum að setjast aftur við borðið og ljúka skákinni sem var formlega lokið!

Til allrar hamingju fyrir skákstjórana, þá lauk skákinni með jafntefli eftir sviptingar, þar sem Caruana var líklega með unnið en fann ekki réttu leiðina.

Lesa má um þetta skrautlega mál á vefsíðu Chess24.

Facebook athugasemdir

Fjórða og síðasta Grand-Prix mótið í samnefndri mótaröð FIDE fer nú fram í sjálfsstjórnarríkinu Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Landið er eitt helsta olíuframleiðslusvæði Rússa og framleiðir um helming allrar olíu landsins. Efstu tvö sætin úr heildarkeppninni (fjögur mót) veita þátttökurétt í áskorendamótinu, en þar verður teflt um hver verður næsti áskorandi heimsmeistarans, Magnúsar Carlsen. Staðan í mótaröðinni er m.a. hér. Í 9. umferð (af 11) atti Fabiano Caruana kappi við Sergei Karjakin. Úr varð nokkuð skrautleg atburðarás, en þeir félagar gerðu tvö jafntefli í sömu skákinni. Eftir 49. leik hvíts (Bd2) taldi Karkjakin að sama staðan hefði komið upp þrisvar (í 37., 39. og…

Stjörnugjöf

Stjörnugjöf lesenda: 4.9 ( 1 atkvæði)