Kaffihúsastíll

Frægasta skák-kaffihús allra tíma var Café de la Regence í París en þar fóru fram margar sögufrægar skákir.  Flestar voru þær í svokölluðum stíl sem í dag er kallaður kaffihúsastíll.

Kaffihúsaskákmenn (e. coffeehouse player) brjóta gjarnan reglur skynsemi og freista gæfunnar með fórnum eða gildrum til að reyna að klekkja á andstæðingnum, ekki ólíkt skákstílnum í kaffihúsinu sögufræga í París. Það er nánast skylda að blása til sóknar og fórnir allt að því æskilegar!

Ritstjórnin tók eina slíka á kaffihúsinu Stofunni nú um helgina milli þess sem Hrafn stýrir eins og hershöfðingi fatasöfnun Hróksins fyrir grænlensk ungmenni. Ég (Ingvar Þór)  bjóst við Smith-Morra frá Hrafni 1.e4 c5 2.d4 exd4 3.c3 en þessi í stað leitaði Hrafn í smiðju Róberts Lagerman. Hrókað var á sitthvorum vængnum og fjandinn laus.

Svartur hefði betur rænt að sækja að hvita kóngnum með 20…dxc2+ í stað 20…dxe2. Tilraunin með 26…Da3 var athyglisverð en dugði ekki til. Hugmyndin var að ef hvítur drepur er skák á b-línunni og mát með riddara næst. Hvítur getur hinsvegar einnig bjargað sér þar með því að bera biskupinn fyrir og opna flóttaleið.

Niðurstaðan… Hrafn er reyndari í kaffihúsabaráttunni og Ingvari hollast að halda sig við pósann!

Facebook athugasemdir