Stofan við Vesturgötu er helsta skákkaffihús Reykjavíkur.

Kaffihúsaskákmót Hróksins og Stofunnar á fimmtudagskvöld!

la-regence

Café de la Regence í París. Sögufrægasta skákkaffihús allra tíma. Þar gátu áhugamenn spreytt sig gegn bestu skákmönnum heims.

Hrókurinn og Stofan Café, Vesturgötu 3, efna til hraðskákmóts fimmtudagskvöldið 16. október klukkan 20. Tefldar verða 8 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma og leggur Stofan til verðlaun í formi gjafabréfa, auk þess sem sérstakt tilboð verður á veitingum fyrir keppendur.

Skák hefur um aldir notið mikilla vinsælda á kaffihúsum, og Stofan hefur fest sig í sessi sem vinsælasta skákkaffihús borgarinnar. Þar er góð aðstaða til taflmennsku, einstaklega góður andi og fjölbreyttar veitingar.

Keppendur eru hvattir til að mæta tímanlega. Tekið er við skráningum í chesslion@hotmail.com. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

Facebook athugasemdir