K K: Tvö jafntefli og sigurskák Karpovs

Að venju fjöllum við um fyrsta einvígi Kasparovs og Karpovs sem á 30 ára afmæli um þessar mundir. Í þetta skiptið breytum við út af vananum og birtum þrjár skákir. Einvígið taldi 48 skákir í heildina, þar af voru 40 jafnteflisskákir sem langsótt er að birta í greinarflokki sem þessum. Við spólum því hratt yfir jafnteflin, en látum þær skákir þó fljóta með.

Karpov hafði náð forystu í einvíginu með sigri í þriðju skákinni. Við tóku tvö jafntefli í fjórðu og fimmtu en strax dró til tíðinda í þeirri sjöttu.

Sjötta skákin fylgdi þeirri annarri að málum fram að sjöunda leik svarts, en þá hrókeraði Karpov í stað þess að taka á d5. Kasparov tefldi hraustlega og fórnaði peði fyrir sókn en missti af sterkasta framhaldinu í 27. leik. Hann bauð þá jafntefli sem Karpov hafnaði.

Skákin fór í bið eftir 42. leik í endatafli þar sem hvítur var með H og f,g og h peð og svartur H og a, g og h peð. Karpov sýndi mikla tækni þegar skákinni var framhaldið og vann skákina auðveldlega og komst þar með í 2 – 0.

Hægt er að velja skákir með gráu stikunni sem er yfir borðinu.

Facebook athugasemdir