Jólasnjór í Nuuk.

Fullveldisdagur Íslands, skartaði sínu fegursta hér í Nuuk, höfuðborg Grænlands.
Sendiráðshjónin Pétur Ásgeirsson og Jóhanna Gunnarsdóttir og Benedikte Thorsteinsson starfsmaður aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk, buðu til veislu í tilefni dagsins. Hátt í fimmtíu manns gæddu sér á gómsætum veitingum. Sendiherrann, Pétur, hvatti til, í ræðu sinni, listamenn af öllum toga að koma með hugmyndir að sýningum hér í Nuuk. Hann lagði líka ríka áherslu á að aðalræðisskrifstofan væri tengiliður fólksins í Grænlandi. Þegar degi tók að halla skoraði varaforseti Hróksins, á Pétur í eina létta skák, örlítið fát kom á sendiherrann, en lagði til að hann myndi undirbúa sig næstu 72 klukkustundirnar og taka síðan áskorunninni, sem sagt, n.k miðvikudagskvöld. Sannarlega maður sem mætir ávallt vel undirbúinn til leiks og starfs. Jólasnjónum bókstaflega kyngir hér niður í Nuuk, og bæjarbúar komnir í jólaskap, enda búið að kveikja á borgarjólatrénu. JÓLAKVEÐJUR frá NUUK.

 

 

.


Created with flickr slideshow.

Facebook athugasemdir