Jólaskákmót í Vin á mánudaginn!

kkjJólaskákmót verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 8. desember kl. 13. Tefldar verða sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma, og eru allir hjartanlega velkomnir.

Vin er athvarf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir og þar hefur skáklífið blómstrað síðan 2003, en þá komu liðsmenn Hróksins fyrst í heimsókn. Í kjölfarið var Vinaskákfélagið stofnað, sem stendur fyrir reglulegum æfingum og skákviðburðum, auk þess að tefla fram sveitum á Íslandsmóti skákfélaga.

untitled5Á jólaskákmótinu verða fjölmargir vinningar og verðlaun, sem Sögur útgáfa og 12 tónar leggja til. Að auki verður efnt til happdrættis svo allir eiga möguleika á glaðningi. Að mótinu standa Hrókurinn og Vinaskákfélagið, og er þátttaka ókeypis.

Facebook athugasemdir