Jólamót Stofunnar 2014: Róbert Lagerman er Stofujólasveinninn 2014!

IMG_4549Hrókurinn og Stofan Café, Vesturgötu 3, efndu til jólaskákmóts fimmtudagskvöldið 11. desember. Tefldar voru 7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma og lagði Stofan til verðlaun í formi gjafabréfa.

Sjö grjótharðar skákkempur tóku þátt, þ.m.t. Stofumeistarinn sjálfur og skákljónið, hr. Róbert Lagerman og stórmeistarinn Henrik Danielsen sem jafnvel mætti nefna skákísbjörnin.

IMG_4525Létt jólastemming sveif yfir vötnum og veigar fengu að fljóta með í allsnörpum orrustum sem meistararnir háðu undir kertaljósi að viðstöddu margmenni.

Það er augljóslega ekki að ástæðulausu að Stofumeistarinn er Stofumeistarinn og skákljón í ofanálag, því þrátt fyrir að vera friðsæll og jafnvel svolítið jólalegur í útliti þá sat hann hreint ekki á friðarstól í mótinu. Róbert Lagerman lagði alla anstæðinga sína snyrtilega að velli og hlaut talsvert lof að launum og gjafabréf frá Stofunni því til fulltingis.

Róbert Lagerman er Stofujólasveinninn 2014!

Sæti Stig Nafn Vinningar
1 2300 Róbert Lagerman 7
2 2509 Henrik Danielsen 6
3 2130 Jóhann Ingvarsson 5
 4-6 1209 Þorvaldur Kári Ingveldarson 3
 4-6 1485 Hjálmar Sigurvaldason 3
 4-6 1628 Arnljótur Sigurvaldason 3
7 1000 Hafþór Sævarsson 1

 

Facebook athugasemdir