Hrókurinn og Kalak skipulögðu sjö leiðangra til Grænlands á árinu.

Jólagleði Hróksins og Kalak

Sjana Rut

laugardaginn 29. desember kl. 14

Hrókurinn og Kalak bjóða vinum, vandamönnum & liðsmönnum til jólagleði í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, nk. laugardag 29. desember milli 14 og 16. Tónlist og tafl, kakó og kleinur og andríkt spjall.

Hin unga og hæfileikaríka Sjana Rut Jóhannsdóttir flytur eigin tónlist, og Birkir Blær Ingólfsson verðlaunahöfundur og Grænlandsfari þenur saxófóninn. Þá verður slegið upp Air Iceland Connect – Jólaskákmóti Hróksins 2018.

Birkir Blær Ingólfsson

Hrókurinn og Kalak hafa í sameiningu staðið að sjö ferðum til Grænlands á árinu, auk þess að senda ógrynni af fatnaði og öðrum gjöfum til okkar næstu nágranna. Þá kom þrettándi árgangur 11 ára barna frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi á vegum Kalak, til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi.

Hrókurinn og Kalak hvetja alla vini skákgyðjunnar og Grænlands til að líta við í Pakkhúsinu á laugardaginn!

Facebook athugasemdir