Jóhann stöðvar sigurgöngu Shorts

Árið 1987 stóðu Skáksamband Íslands og IBM fyrir sterkasta skákmóti sem haldið hafði verið á Íslandi, IBM Super Chess Tournament. Keppendurnir tólf voru allir stórmeistarar, fjórir Íslendingar og átta útlendingar. Viktor Korchnoi var stigahæstur, en sá mikli bardagamaður náði sér ekki almennilega á strik og tapaði fjórum skákum á mótinu, m.a. gegn Jóni L. Árnasyni og Jóhanni Hjartarsyni.

Nigel Short fór með himinskautum á þessu ofurmóti og sigraði í fyrstu skákunum. Fórnarlömbin voru Korchnoi, Jan Timman, Jón L., Helgi Ólafsson, Ljubomir Ljubojevic og Margeir Pétursson. Í sjöundu umferð lá Short hinsvegar fyrir Jóhanni Hjartarsyni, þegar hann tapaði manni einkar slysalega. Það kom ekki að sök og Short gat leyft sér að gera jafntefli í fjórum síðustu umferðunum og varð heilum vinningi á undan Mikail Tal og Timman.

Heildarverðlaun á mótinu voru heilir 30.000 dollarar (um 65.000 á verðlagi vorra tíma) sem myndu jafngilda kringum 8 milljónum króna. Short fékk 10.000 dollara í sinn hlut og var að vonum kátur í íslensku lopapeysunni þegar hann tók við dollarabúnti á Kjarvalsstöðum úr hendi Gunnars Hanssonar forstjóra IBM.

Rennum yfir viðureign Shorts og Jóhanns. Endirinn er ansi snubbóttur!

Facebook athugasemdir