Janúarmót Hróksins og Stofunnar á fimmtudagskvöld

Hrókurinn og Café Stofan standa saman að skákmóti á fimmtudagskvöld klukkan 20. Tefldar verða 8 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.

Verðlaun eru gjafabréf frá Stofunni, auk þess sem tilboð verður á veitingum fyrir keppendur og gesti mótsins.

Stofan er á Vesturgötu 3 (áður Fríða frænka) og þar er blómlegt skáklíf alla daga.

Facebook athugasemdir