IVORY VIKINGS – SKÁKVÍKINGARNIR

IVORY VIKINGS – NÝ SKÁLDSSAGA – BYGGÐ Á ÍSLENSKU KENNINGUNNI UM UPPRUNA FRÆGUSTU TAFLMANNA SÖGUNNAR OG LISTAKONUNA LEYNDARDÓMSFULLU MARGRÉTI HINA HÖGU.

Forsíða bókarinnar IVORY VIKINGSÚt er komin í Bandaríkjunum afar athyglisverð sögulega skáldsaga eftir sagnfræðinginn og rithöfundinn NANCY MARIE BROWN sem ritað hefur áður 3 bækur byggðar á íslensku söguefni, um Snorra SturlusonGuðríði Þorbjarnardóttur og íslenska hesta. Nancy sem er mikill Íslandsvinur, var hérlendis nýlega í 20 sinn (les og talar góða íslensku).

Nú er það fyrsta nafnkunna listakona Íslands (ef ekki í heimi) MARGRÉT HIN HAGA, prestfrú í Skálholti í tíð Páls Jónssonar biskups um 1200 og forn íslensk menningararfleið sem er í sviðsljósinu. Nancy skrifar reglulega pistla um íslenska sögu og málefni á bloggi sínu.

Margret the Adroit - by artist Svala Sóleyg 5.8.2011 08-55-32 5.8.2011 08-55-32.2011 08-55-32

Margrét hin Haga

Kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um mögulegan íslenskan uppruna Taflmannanna frá Ljóðshúsum (The Lewis Chessmen) hefur vaxið mikið fylgi frá hann setti hana fyrst fram árið 2010. Bók okkar um hana THE ENIGMA kom út í 3ja sinn í fyrra aukin og endurbætt. Ljóst er að útkoma hinnar nýju bókar IVORY VIKINGS mun útbreiða íslensku kenninguna um uppruna þessarar einstöku dýrgripa, skák – og listmuna, enn frekar og festa hana í sessi.

Bókin hefur þegar hlotið mjög lofsamlega dóma og fær m.a. 5 stjörnur hjá AMAZON enda þótt sala hennar sé vart hafin.

Áður hefur verið fjallað um bókina hér á síðunni og kenningar henni tengdar meðan hún var í smíðum, undir flipanum skáksögufélagið.

/ESE

Facebook athugasemdir