Íslandsmótið í netskák fer fram í dag: Sigrar Davíð? – Leiðbeiningar og frímánuður fyrir nýliða á ICC

Sigrar Davíð?

Sigrar Davíð?

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag, sunnudaginn 28. desember. Mótið fer fram á netþjóninum ICC og hefst kl. 20. Tímamörk eru 3 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir.

Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Veitt eru aukaverðlaun í fjölmörgum flokkum, í flokki stigalausra, u/1800 stig, u/2100 stig, unglingaflokki (15 ára og yngri), flokki 60 ára og eldri og kvennaflokki.

Skráning fer fram á Skák.is og skakhuginn.is. Það er Skákfélagið Huginn sem stendur fyrir mótinu.

Bragi Þorfinnsson er núverandi Íslandsmeistari í netskák, en þeir Davíð Kjartansson og Arnar E. Gunnarsson hafa oftast sigrað á mótinu, eða fjórum sinnum hvor. Davíð er skráður til leiks þegar greinin er skrifuð og ætlar sér vafalaust sigur í fimmta mótinu og þar með verða sigursælasti netskákmaður Íslands. Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson hefur unnið mótið þrisvar sinnum og gæti með sigri blandað sér í baráttuna um sigursælasta netskákmann Íslands.

Íslandsmeistarar í netskák frá upphafi

 • 2014 – ?
 • 2013 – Bragi Þorfinnsson
 • 2012 – Davíð Kjartansson
 • 2011 – Davíð Kjartansson
 • 2010 – Davíð Kjartansson
 • 2009 – Jón Viktor Gunnarsson
 • 2008 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2007 – Stefán Kristjánsson
 • 2006 – Snorri G. Bergsson
 • 2005 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2004 – Stefán Kristjánsson
 • 2003 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2002 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2001 – Helgi Áss Grétarsson
 • 2000 – Stefán Kristjánsson
 • 1999 – Davíð Kjartansson
 • 1998 – Róbert Lagerman
 • 1997 – Benedikt Jónasson
 • 1996 – Þráinn Vigfússon

Skráðir keppendur

Ég er nýr, hvað á ég að gera? – Frímánuður fyrir nýskráða á ICC

Skráningarferlið er afar einfalt

Skráningarferlið er afar einfalt

Þeir sem ekki eru skráðir á ICC geta skráð sig á vef ICC og fengið þannig frían mánuð á skákþjóninum. Skáningarferlið er afar einfalt, aðeins þarf að gefa upp nafn, netfang og notandanafnið sem þú ætlar að nota.

Þeir sem ekki hafa hugbúnað til að tefla geta halað niður þar til gerðu forriti (mælt er með Blitzin eðaDasher).

Einföld leið, ekkert vesen

Fyrir þá sem skilja ekkert í hvernig á að hlaða niður þessum forritum eða nota þau er til einföld lausn. ICC býður nú upp á vefsíðu sem hægt er að tengjast og nota til að tefla á skákþjóninum.

 

https://play.chessclub.com/

Fyrst þarf að skrá sig inn á skákþjóninn. Takkinn “Member login” sem er vinstra megin er notaður til þess, þar eru skráningarupplýsingarnar settar inn, þ.e. notandanafn og lykilorð.

Einfalt og þægilegt. Best er að opna “console” og “chatrooms” gluggana

Einfalt og þægilegt. Best er að opna “console” og “chatrooms” gluggana

Best er að hafa “Console” og “Chatrooms” gluggana opna á síðunni. Það er gert með því að smella á takkana í dálknum vinstra megin.

Í “chatrooms” er hægt að velja “icelandic” en þar eru flestir íslendingar sem tefla á skákþjóninum. Fljótlegasta leiðin til þess er að opna gardínuna og smella á takkan i á lyklaborðinu þar til icelandic kemur upp.

Console glugginn er mikilvægur til að glöggva sig á framvindu mótsins. Hægt er að skrifa ýmsar skipanir í gluggan til að átta sig á stöðu mótsins. Væntanlega verður teflt á mótaþjóninum “Pear” líkt og oftast og leiðbeiningarnar miðast því við hann.

Skipanir eru t.d.
 
Pear skipunin “tell pear play” birtir keppendalistann

Pear skipunin “tell pear play” birtir keppendalistann

“Tell pear games” Þá kemur upp listi yfir skákir sem eru enn í gangi í yfirstandandi umferð
“Tell pear stand” Þá birtist staðan í mótinu
“Tell pear grid” Þá birtist mótstaflan
“Tell pear play” Þá birtist keppandalistinn

Þar sem allir keppendur þurfa að vera á svokallaðri Íslands-rás er æskilegt að menn slái inn “g-join Iceland” í “console” gluggann við næstu/fyrstu innskráningu á ICC.

Að þessu loknu er hægt að skrá sig á Skák.is.

Eftir skráningu á ICC og Skak.is er allt ferlið sjálfvirkt og það eina sem þátttakendur þurfa að hafa í huga er að vera mættir tímanlega á ICC eða eigi síðar en kl. 19:50.

Verðlaun:

1. sæti kr. 10.000
2. sæti kr.  6.000
3. sæti kr.  4.000

Aukaverðlaun:

Undir 2100 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
 • 1. Fimm frímánuðir á ICC
 • 2. Þrír frímánuðir á ICC
Undir 1800 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
 • 1. Fimm frímánuðir á ICC
 • 2. Þrír frímánuðir á ICC
Stigalausir:
 • 1. Fimm frímánuðir á ICC
 • 2. Þrír frímánuðir á ICC
Unglingaverðlaun (15 ára og yngri):
 • 1. Fimm frímánuðir á ICC
 • 2. Þrír frímánuðir á ICC
Kvennaverðlaun:
 • 1. Fimm frímánuðir á ICC
 • 2. Þrír frímánuðir á ICC
Eldri skákmenn (60 ára og eldri):
 • 1. Fimm frímánuðir á ICC
 • 2. Þrír frímánuðir á ICC

Facebook athugasemdir