Íslandsmót skákfélaga að hefjast

Í ljósi þess að Íslandsmót skákfélaga hefst í kvöld í Rimaskóla, er ekki úr vegi að birta eins og eina skák úr keppni fyrri ára.

Á mótinu mætast öll skákfélög landsins ásamt ýmiskonar skákklúbbum úr ýmsum áttum. Keppnin veitir ungum og óreyndum skákmönnum tækifæri til að tefla við eldri og reyndari menn og stundum sjóuðum skákmönnum færi á að tefla við meistara. Ekki er með öllu óþekkt að úrslit slíkra viðureigna komi á óvart.

Dæmi dagsins fjallar einmitt um slík úrslit. Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson mætir norðlenska lögmanninum Halldóri Brynjari Halldórssyni.

Gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir