Ísland miðdepill kínverskrar drottningarfórnar gegn Hollandi….

Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Þar sem sagnir af hollenska stórmeistaranum Jan Hein Donner (1927-1988) hafa ratað inn á Hrókinn í þættinum Skák dagsins þá er ekki úr vegi að rifja hér upp fræga sögu sem tengist Íslandi og byrjuninni á kínverska skákvorinu og því sem í alþjóðlegu samhengi er jafnan kallað. Kínversku drottningarfórnirnar.

Jan Hein Donner (6.07.1927 – 27.11.1988)

Jan Hein Donner (6.07.1927 – 27.11.1988)

Á Olympíumótinu í Buenos Aires 1978 var Kína með í fyrsta sinn eftir því sem ég kemst næst.(Þeir sendu svo kvennalið á OL 1980 á Möltu sem varð í 5-6 sæti) Þetta var hvílík innkoma og vöktu tilþrif þeirra í sóknartafli mikla athygli. Á skákborðinu var andi skákmannana frjáls og óheftur af Maoisma og öðru slíku. Ljóðræn taktík lýsti sem ljós af himni yfir skáksalinn þear kínverjar handléku drottningarnar með svo listrænum hætti að menn tóku andann á lofti.. Kína varð í 20. sæti af 65 þjóðum (Ungverjaland vann) og Ísland varð í 28.-31. sæti. Það þóttu mjög óvænt úrslit þegar Kína vann Ísland 3-1 og tapaði meira að segja Guðmundur Sigurjónsson sinni skák.

GM Guðmundur Sigurjónsson

GM Guðmundur Sigurjónsson

Atvik sem hér verður á minnst er þekkt í skáksögunni og hefur flogið víða. Í dönsku bókinni Bogen om skak 1980 eftir Sven Novrup er skemmtileg mynd af Donner að rífa kjaft á þessu móti tengt viðureign Íslands og Kína.Í bókinni segir: Að skák lokinni hjá Gumundi gekk téður Donner að Guðmundi og klappaði honum vinalega á öxlina og sagði: „Hvernig í ósköpunum getur Evrópskur stórmeistari tapað fyrir kínverja?!

Ekki er getið um svar Guðmundar en nokkrum umferðum síðar fékk Donner sjálfur svar við spurningunni í skák sem er einstaklega falleg sóknarskák með þrumum og eldingum og fyrsta kínverska drotningarfórnin varð söguleg staðreynd.

OL Buenos Aires 1978

Hvítt: Liu Wen Che Kína
Svart: Jan Hein Donner Hollandi

Pirc vörn

Svartur gafst upp þar sem hann verður mát eftir 20.Kh8 með 21.Bf8+ Dh4 22. Hxh4+

Eftr þetta er því talað um kínverska dróttningarfórn að það sé þvingað mát í fáum leikjum!

Facebook athugasemdir