Sigrar Davíð?

Hvort kom á undan, eggið eða Davíð?

Íslandsmótið í netskák fór fram í gær. Hrókurinn.is hafði spáð hótelstjóranum Davíð Kjartanssyni sigri fyrir mótið og það stóð heima. Hann er þar með orðinn sigursælasti netskákmaður landsins enda hefur hann unnið mótið alls fimm sinnum, oftar en nokkur annar.

Þessi mikli meistari má varla horfa á skákborð þessa dagana án þess að einhver einhvers staðar breytist í ítalska herinn og gefist upp. Sigrar Davíðs á árinu eru svo margir að höfundur þyrfti heila þrjá íspinna til að ljúka við listann; dugar að nefna að hann er Skákmeistari Reykjavíkur sigraði á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og margt allskonar fleira.

Greinarhöfundur telur ekki ráðlegt að birta skák eftir Davíð í greininni af ótta við að stjarfaklofi dreifist um heimsbyggðina og Y3K vandinn óleysti lami hagkerfið.

Þess í stað er hér skák eftir Eggid sem tengist mótinu ekki á nokkurn hátt. Winawer afbrigði franskrar varnar er hættulegt enda byrjar nafnið á Win.

Njótið!

Facebook athugasemdir