Hrókurinn á Hraunið og Sogn.

Á árunum 2004-8 fóru liðsmenn Hróksins tvisvar í mánuði á Litla-Hraun að kenna og tefla við fangana. Verkefnið vakti mikla ánægju hjá öllum sem að því komu, enda skákin holl, uppbyggileg og skemmtileg afþreying. Nú ætlum við að hefja starfið í fangelsum aftur, enda borist beiðnir bæði frá Litla-Hrauni og Sogni.

Taflbúnaður er mjög af skornum skammti og því leitum við til vina okkar sem geta séð af skákklukkum, nýjum eða gömlum. Við munum kaupa nýja taflmenn með dyggum stuðningi nokkurra góðra lögmanna.

Myndin var tekin á Þorláksmessu 2005, þegar Hrókurinn hélt stórmót á Litla-Hrauni. Sérlegur gestur var félagi númer 125 í Hróknum, Össur Skarphéðinsson.

Facebook athugasemdir