Hörkumát að hausti

Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Nú er haustið gengið í garð og í tilefni af því er best að rifja upp gamla glæsiskák frá Haustmóti TR árið 1962…

Gunnar Gunnarsson, fæddur 1933, er þekktur í skáksögunni og er enn að tefla á níræðisaldri. Hann varð Íslandsmeistari 1966 og einnig Skákmeistari TR fjórum sinnum og Seltjarnarnesmeistari 1986 og hefur teflt á mörgum alþjóðamótum. Hann var einnig forseti Skáksambandsins á tveimur tímabilum. Á leiðinni til Íslandsmeistaratitilsins (Road 66) tefldi Gunnar frísklega í mörgum mótum og er kunnur fyrir beinskeittan sóknarstíl ekki ólíkan öðrum íslenskum meistara Birni Þorsteinssyni.

 

 Jón Viðar Björgvinsson og Gunnar Gunnarsson

Tveir beinskeyttir: Jón Viðar Björgvinsson og Gunnar Gunnarsson

Á umræddu Haustmóti tefldi Gunnar Staunton bragð í Hollenskri vörn en það er verulega hættulegt svörtum kunni hann ekki vel fótum sínum forráð!.. Eftir aðeins nokkra leiki er hvítur kominn með yfirburðatafl og verðandi alþjóðameistari Haukur Angantýsson veit ekki sitt rjúkandi ráð fyrr en hann fær á sig óvænta drottningarfórn 18.Dxe8+!! og síðan hróksfórn og mát í kjölfarið. Dæmigerð skák fyrir Gunnar sem var iðinn við að tefla fegurðarverðlaunaskákir á þessum tíma.

 

Haustmót TR 1962

Hollensk vörn – Staunton bragð.

Hvítt: Gunnar Gunnarsson
Svart: Haukur Angantýsson

Facebook athugasemdir