Honum eiga margir gott að gjalda

1

Verndarengill Ittoqqortoormiit. Arnar á Grænlandi.

Arnar Valgeirsson er fæddur í merki krabbans árið 1965. Hann á stærri þátt í starfi Hróksins en flesta grunar.

Arnar var starfsmaður í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, þegar hann fékk þá flugu í höfuðið að gaman væri að byggja upp skáklíf í athvarfinu. Hróksmenn mættu á svæðið, Vinaskákfélagið var sett á laggirnar, og skákgyðjan var komin á Hverfisgötu.

Síðan er 11 ár — og Vinaskákfélagið blómstrar. Arnar er að vísu fluttur norður á uppeldisslóðir í Eyjafirði, en skákhefðin lifir og dafnar og blómstrar í Vin. Æfingar á mánudögum klukkan 13, allir velkomnir. Og teflt alla daga.

[slideshow_deploy id=’1294′]

Arnar gerðist snemma liðsmaður Hróksins við útbreiðslu fagnaðarerindisins á Grænlandi. Og það var Arnar sem fékk (aftur!) flugu í höfuðið um að Hrókurinn yrði að fara norður í Scoresby-sund — þar væri afskekktasta þorp Grænlands.

Ingibjörg og Arnar

Glaðbeitt. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, skákkona og Grænlandstrúboði, með Arnari.

Þúsund kílómetrum norðar en næsta byggða ból. 72° norður…

Þar er lítið þorp. Íbúar tæplega 500, fer fækkandi. Veiðimannasamfélag.

Og börnin í skólanum bíða spennt allt árið eftir skákhátíðinni, sem haldin hefur verið alla páska í átta ár. Öll börn í bænum koma og fá páskaegg frá Bónus. Öll börnin taka þátt í skákhátíðinni. Ár eftir ár. Óteljandi ánægjustundir.

Allt af því hann Arnar sagði: Ég hef heyrt af þorpi…

Hvað fleira? Hann heldur með Leeds, stendur með vinum sínum hvernig sem veröldin veltur, og er í alla staði einstakur sómamaður sem margir eiga gott að gjalda.

Ittoqqortoormiit

Facebook athugasemdir