Hneyksli í Búlgaríu II – Silvio Danailov borinn þungum sökum

Nikolay Velchev framkvæmdastjóri, Boris Postovsky og Silvio Danailov forseti Búlgarska Skáksambandsins

Nikolay Velchev framkvæmdastjóri, Boris Postovsky og Silvio Danailov forseti Búlgarska Skáksambandsins

Ekkert lát er á hneykslismálum tengdum Búlgarska Skáksambandinu. Áður var greint frá ásökunum um kosningasvindl og misnotkun styrktarfjár sem Skáksambandið fékk vegna Evrópumóts kvenna og fleiri skákmóta sem fóru fram í sumar. Ætlað kosningasvindl var staðfest með upptöku úr falinni myndavél.

Sjónvarpsþátturinn Gospodari na Efira eða „Meistararnir“ hélt áfram að fjalla um málið s.l. miðvikudag, 10. desember, og hafa þeir nú komið upp um meinta ólöglega skráningu aðalfundarfulltrúa af hálfu liðsmanna Danailovs. Fulltrúarnir hafa eðli máls samkvæmt kosningarétt á aðalfundinum.

Í þetta skiptið var það ekki framkvæmdarstjórinn hann Nikolay Velchev sem hafði uppi vafasama tilburði, heldur annar liðsmaður, Vasil Tonchev.

Orlin Nikolov, formaður Botvinnik skákfélagsins útskýrði aðkomu hr. Tonchevs:

Hr. Vasil Tonchev er skráður sem fulltrúi Botvinnik skákfélagsins hjá Skáksambandinu. Sem slíkur, er hann í framboði til stjórnar Skáksambandsins. Þrátt fyrir það er hann alls ekki meðlimur í félaginu og við höfum aldrei skráð hann í félagið.

Til þess að vera kjörgengur í framboði til stjórnar Skáksambandsins þurfa menn að hafa verið meðlimir í skákfélagi í að lágmarki sex mánuði; í þessu tilfelli er því ekki að heilsa og er því um að ræða brot á reglum Sambandsins.

"Við ætlum að máta Skáksambandið" "Meistararnir" eiga ætla að halda áfram að fjalla um málið í næstu þáttum.

„Við ætlum að máta Skáksambandið“ „Meistararnir“ eiga ætla að halda áfram að fjalla um málið í næstu þáttum.

Meistararnir hringdu í hr. Tonchev og hljóðrituðu samtalið við hann. Þrátt fyrir að vera ljóst að framboð hans stæðist ekki reglur Skáksambandsins, sagði hann að fundin hefði verið leið fyrir hann til að framboð hans yrði löglegt; með því að fylla út skráningareyðublað í Botvinnik skákfélagið með afturvirkum hætti, dags. sex mánuðum aftur í tímann.

Skáksambandið í mál við Orlin Nikolov, formann Botvinnik Skákfélagsins.

Búlgarska dagblaðið Sega greinir frá því að Skáksambandið undirbúi nú málsókn á hendur Orlin Nikolov vegna upptöku sem hann tók upp með falinni myndavél og birtist í þættinum Mestararnir s.l. mánudag. Skáksambandið gefur lítið fyrir þær tilgátur. Maya Velcheva, stjórnarmaður hjá Skáksambandinu tekur þó undir áform um málshöfðun og segir ástæðuna vera þá að ekkert hafi verið athugavert við ætlaða gjöf fyrir atkvæði. „Öll skákfélög eiga rétt á styrk frá Skáksambandinu. Þess vegna íhugum við að leita til dómstóla vegna þessara ásakana.“

Höfundur greinarinnar í dagblaðinu Sega, Yavor Evtimov, kvartar yfir því að hvorki Silvio Danailov né Velchev framkvæmdarstjóri svari fyrirspurnum hans. Þeir svöruðu heldur ekki í síma, undir það taka fjölmargir fjölmiðlar sem rannsaka hneykslismálin tengd Skáksambandinu.

Grein dagsblaðsins Sega má lesa hér.

Silvio Danilov og liðsmenn hans sakaðir um misnotkun á 500.000 evra ríkisfé

Búlgarska dagblaðið Dnevnik – sem m.a. var einn af styrktaraðilum einvígis Anands og Topalovs á sínum tíma – fjallaði í opnugrein um meinta misnotkun Silvio Danailov og félaga á 500.000 evra ríkisfé.

Þar segir að Íþróttamálaráðuneytinu hafi borist kæra vegna ósamræmis í bókhaldi tengt Evrópumóti einstaklinga og Evrópumóti kvenna.  Þá kemur fram í greininni að í báðum tilfellum hafi keppendur sjálfir greitt sinn kostnað og engar skýringar séu því á hvað varð um ríkisféð.

Þá segir Sergiev, sem lagði fram kæruna, að þetta sé „risastór glæpur á mælikvarða íþrótta í Búlgaríu, sem verði að fara fyrir dómstóla.“ Sergiev hugðist bjóða sig fram gegn Silvio Danailov í forsetakosningunum, en kveðst hættur við því hann óttast að takast á við fjármálaóreiðuna hjá Skáksambandinu.

Þeir losuðu sig við Danailov hjá Evrópska Skáksambandinu. Hann skilur eftir sig rjúkandi rúst hvar sem hann kemur.

Grein Dnevik má lesa hér. Greinin er einnig í Topsport, stærsta Íþróttadagblaði Búlgaríu.

Heimild: Chessdom

Facebook athugasemdir