Hjörvar Steinn Grétarsson með sigurlaunin, málverk eftir Jorge Fonseca, ásamt Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur skákkonu og Róbert Lagerman varaforseta Hróksins.

Hjörvar Steinn sigraði á Minningarmóti Jorge Fonseca

Keppendur á Minningarmóti Jorge Fonseca 2016.

Keppendur á Minningarmóti Jorge Fonseca 2016.

Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari sigraði á Minningarmóti Jorge Fonseca 2016, hlaut 7,5 vinning af 8 mögulegum. Í öðru sæti varð alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson með 7 vinninga og bronsið hreppti stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson. Skákfélagið Hrókurinn stóð fyrir mótinu og voru keppendur alls 27.

Jorge Fonseca fæddist 1976 og lést á síðasta ári, aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp í Salamanca á Spáni og flutti á unglingsaldri til Madrid.

Allir fengu gullverðlaun á Minningarmóti Jorge Fonseca. Hjálmar Hrafn Sigurvalda og Hörður Jónasson úr Vinaskákfélaginu voru ánægðir með gullið og gott mót.

Allir fengu gullverðlaun á Minningarmóti Jorge Fonseca. Hjálmar Hrafn Sigurvalda og Hörður Jónasson úr Vinaskákfélaginu voru ánægðir með gullið og gott mót.

Jorge menntaði sig á Spáni og Belgíu og var stærðfræðingur að mennt. Hann bjó um árabil á Íslandi og var virkur í skáklífinu hér og meðal helstu meistara í kotru.

Minningarmótið fór fram við afar góðar aðstæður í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Þar er miðstöð fatasöfnunar Hróksins í þágu barna, ungmenna og heimilislausra á Grænlandi, og hefur mikið magn af vönduðum og góðum fatnaði verið sent þangað á sl. 2 árum.

Hjörvar Steinn fékk í sigurlaun málverk eftir hinn fjölhæfa listamann Guðjón Kristinsson frá Dröngum, Jón Viktor fékk inneignarbréf hjá Flugfélagi Íslands og Helgi Grétarsson kassa af Gulli. Helstu bakhjarlar Minningarmóts Jorge Fonseca voru Ölgerðin, Flugfélag Íslands og Ísspor.

Myndagallerí

(Smella á myndir til að stækka)

Facebook athugasemdir