Hitað upp fyrir Caruana

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2877 skákstig) virðist í góðu formi á Ólympíuskákmótinu. Í fjórðu umferð mætti hann besta skákmanni Pólverja, Radoslaw Wojtaszek (2735) en hann var aðstoðarmaður hjá Anand í einvígjum um heimsmeistaratitilinn 2008 og 2010, er nú 27 ára og hefur unnið mörg góð afrek. Carlsen tefldi dæmigerða Carlsen-skák, eins og Gary Kasparov sagði, eftir að norski snillingurinn hafði gjörsigrað Pólverjann í 33 leikjum. Á föstudag dregur til enn frekari tíðinda, þá mætast Noregur og Ítalía. Og þýðir Carlsen og Caruana!

Facebook athugasemdir