Hermann fer á kostum

Hinn ungi og bráðefnilegi Jón Kristinn Þorgeirsson er efstur á Framsýnarmótinu sem Skákfélagið Huginn stendur fyrir nú um helgina á Húsavík. Jón Kristinn var með 5,5 vinning eftir 6 umferðir af 7, og hafði auk þess nælt sér í næstum 50 skákstig! Annar ungur snillingur, Símon Þórhallsson, er í 2. sæti með 4,5 vinning en næstir koma Haraldur Haraldsson og Tómas Veigar Sigurðarson með 4 vinninga, en keppendur eru alls 14. Mótinu lýkur á sunnudag.

Framsýnarmótið er frábært framtak, og til marks um kraftinn sem einkennir starf Hugins. Formaður Hugins er Hermann Aðalsteinsson skákfrömuður með meiru, sem lyft hefur sannkölluðu Grettistaki við útbreiðslu skákíþróttarinnar.

Og það er Hermann sem á skák dagsins. Hún var tefld í 6. umferð Framsýnarmótsins á laugardag. Andstæðingur Hermanns var hinn gamalreyndi Sveinbjörn O. Sigurðsson.

Hermann hefur hvítt, gjörið svo vel!

Facebook athugasemdir