Heimsmeistaramót barna byrjar í dag: Vignir Vatnar og félagar í ævintýra(skák)ferð til Afríku!

Helgi Ólafsson

Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hjálpar Vigni Vatnari í Afríku.

Í dag sest hinn 11 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson að tafli á heimsmeistaramóti barna, sem haldið er í borginni Durban í Suður-Afríku.

Með Vigni Vatnari í för eru foreldrar hans og Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Mörg hundruð af efnilegustu börnum og ungmennum heims taka þátt í skákveislunni miklu í Suður-Afríku. Alls er teflt í 12 flokkum, og teflir Vignir Vatnar í flokki pilta, 12 ára og yngri.

Liang Awonder

Awonder með Sofiu Polgar. Hann er stigahæstur í flokki Vignis og hefur unnið marga frækna sigra — en Vignir Vatnar er til alls líklegur.

Þetta verður örugglega mikil og dýrmæt reynsla fyrir Vigni. 112 keppendur eru skráðir til leiks í hans flokki, og er Vignir númer 30 í stigaröðinni.

Vignir hefur nú 1963 skákstig, en stigahæstur er undradrengurinn Awonder Liang frá Bandaríkjunum með 2323 stig, og næstur er Andrey Esipenko frá Rússlandi með 2315 stig.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með Vigni Vatnari og sendum honum baráttukveðjur!

Fróðleiksmoli dagsins: Frá Reykjavík til Durban í Suður-Afríku eru 11.432 kílómetrar.

Keppendalistinn í flokki Vignis á heimsmeistaramótinu er hér:

Beinar útsendingar

Facebook athugasemdir