Héðinn sigraði í Flugfélagssyrpu Hróksins

Hafdís Sveinsdóttir frá Flugfélagi Íslands færir Héðni Steingímssyni stórmeistara sigurlaunin, ferð fyrir tvo til Grænlands.

Hafdís Sveinsdóttir frá Flugfélagi Íslands færir Héðni Steingímssyni stórmeistara sigurlaunin, ferð fyrir tvo til Grænlands.

Héðinn Steingrímsson stórmeistari sigraði í Flugfélagssyrpu Hróksins, sem lauk á föstudag, en margir af bestu skákmönnum landsins tóku þátt í hraðskákmótunum fimm þar sem keppt var um ferð fyrir tvo til Nuuk, höfuðborgar Grænlands. Héðinn sigraði á 3 mótum og var öruggur sigurvegari syrpunnar. Það var hinsvegar Róbert Lagerman sem sigraði með fullu húsi á síðasta móti Flugfélagssyrpunnar.

Flugfélagssyrpan var haldin af Hróknum og FÍ í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, en þar miðstöð fatasöfnunar Hróksins í þágu barna á Grænlandi. Flugfélagið hefur frá upphafi  verið helsti bakhjarl Hróksins við skáklandnámið á Grænlandi, sem hófst árið 2003.

Alls tóku á fimmta tug skákmanna þátt í Flugfélagssyrpunni. Meðal þeirra voru  stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Hannes H. Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson.

Í mótslok dró Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, heiðursforseti Hróksins á Grænlandi, út nafn heppins keppanda sem líka fékk ferð fyrir tvo til Grænlands. Ferðavinninginn hlaut Sigurður Örlygsson myndlistarmaður.

Sæti Nafn Skákstig Vinningar
1 Róbert Lagerman 2305 5
2 Helgi Áss Grétarsson 2500 4
 3-6 Arnljótur Sigurðsson 1820 3
  Vignir Vatnar Stefánsson 1980 3
  Hjálmar Sigurvaldason 1560 3
  Gunnar Freyr Rúnarsson 2079 3
 7-9 Finnur Kr. Finnsson 1500 2
  Björgvin Kristbergsson 1300 2
  Kristján Stefánsson 1527 2
 10-11 Þorvaldur Ingveldarson 1250 1
  Sigurður Örlygsson 1000 1

Facebook athugasemdir